Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Blaðsíða 20
12
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR
En þær sýna að áhrif fæðunnar á heil-
brigðið eru miklu þýðingarmeiri, heldur
en haldið var fyrir 30 árum síðan, og
að sérstaklega í bernzku er framið glæp-
samlegt athæfi með ófullnægjandi fæðu
gagnvart heilsu og líkamsbyggingu
manna. Og í öðru lagi sýna þessar rann-
sóknir, að kostnaður við öflun hinna
bráðnauðsynlegu fæðitegunda barnsins,
svo sem mjólkur, smjörs, ávaxta, græn-
metis o. s. frv., er talsvert meiri en áður
fyrr, er menn héldu að ákveðnar matar-
reglur væri sama og að borða, þannig
að hungrið sefaðist aðeins. Þessar rann-
sóknir sýna okkur, að almenn hæfni
hverrar þjóðar geti algjörlega endur-
skapast, ef menn færðu sér í nyt hina
nýju þekkingu um áhrif fæðunnar.
En aðal Þrándurinn í Götu þess er,
að tekjur þeirra fjölskyldna, þar sem
ungbörnin eru, eru svo litlar, að þær
nægja ekki þótt vel sé á haldið, til þess
að afla þeirrar fæðu, sem er undirstaða
góðrar heilsu og heilbrigðrar þroskun-
ar.
Ein afleiðing þessa er svo aftur kyrr-
staða í fjölgun ýmsra þjóða. Út í þá
sálma skal ekki farið hér, en það er
óhætt að ganga út frá því sem stað-
reynd, eins og högum manna er nú
almennt háttað, að við fæðingu hvers
barns, um fram tvö, sé barninu og for-
eldrunum lagðir mjög alvarlegir erfið-
leikar á herðar. En afleiðing þessa er
aftur sú, að tiltölulega mikill fjöldi
barna hverrar þjóðar öðlast aldrei það
sjálfsagða tækifæri, sem nauðsynlegt
er, til þess að börnin geti þroskast og
orðið heilbrigður maður eða kona. Af-
leiðing þessa er svo tíðast sú, að börn-
in hætta að fæðast og þjóðinni fækkar
unz hún deyr út.
Hið augljósa svar við þessu, er að
ryðja þeirri hindrun úr vegi, sem lögð
er á herðar hinum stærri fjölskyldum,
og veita þeim þóknun af hinni sameig-
inlegu eign þjóðarinnar. Hér er ekki um
að ræða neitt nýtt fyrirbrigði, enga
byltingarkennda hugsun, því að flestar
þjóðir hafa í einhverju formi viður-
kennt grundvallaratriði þessarar stefnu,
til dæmis með fátækraframfærinu og
fleiru.
Ég hefi hér að framan skírt að
nokkru þá grundvallarhugsun, sem
ómaga-uppbætur hvíla á. Síðustu árin
hafa ýmsar þjóðir lögfest greiðslur
vegna ómaga og virðist þeirri stefnu, að
taka beri sérstakt tillit til fjölskyldu-
stærðar, þegar um launagreiðslur er að
ræða, vaxa mjög fylgi.
Mun ég í næsta blaði skýra nokk-
uð frá, hvernig þessum málum er hátt-
að í ýmsum löndum og ef til vill gera
einhverjar uppástungur um fyrirkomu-
lag þessara mála hjá okkur.
Ómagauppbótin
fyrir yfirstandandi ár.
Nýlega hefir bæjarráð lagt til að
ómagauppbót yrði greidd fyrir þetta ár,
eins og að undanförnu, með kr. 20,00 á
ómaga. Hafði stjórn Starfsmannafél.
skrifað borgarstjóra og farið þess á leit,
að, enda þótt allsherjar endurskoðun
væri nú á döfinni á launamálum bæjar-
ins, þá yrði uppbótin greidd fyrir þetta
ár, en starfsmönnum greitt síðar til við-
bótar, ef hækkun yrði á þessari auka-
þóknun á árinu, sem stjórnin taldi mjög
æskilegt.