Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Qupperneq 5

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.03.1939, Qupperneq 5
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVIKUR ÚTGEFANDI: STARFSMANNAFÉLAG REYKJAVÍKURBÆJAR II. árg. MARZ 1939 1. tbl. LAUSN LAUNAMÁLSINS. I fyrsta tölublaði þessa blaðs segir frá gangi launamálsins. Var sú saga rakin frá því, að málinu var fyrst hreyft á aðalfundi Starfsmannafélags Reykja- víkurbæjar 27. febr. 1935 og fram á síðastliðið sumar. Var þá margur mað- urinn orðinn langeygur eftir nýrri skip- an launamála bæjarins í fyllra samræmi við kröfur tímans en launasamþykktin frá 1919 var orðin, og með tilliti til sí- vaxandi dýrtíðar kreppuáranna. Síðan hefir langur tími liðið fram — langur tími í augum alls þorra starfs- manna bæjarins. Að vísu verður tíminn aðeins talinn í mánuðum, en í hverjum mánuði var talið víst, að lausn launa- málsins stæði fyrir dyrum. Eftirvænt- ingin var mikil og miklar sögur og hinar ótrúlegustu gengu af meðferð málsins manna á milli. Öllum var ljóst, að það var aðkallandi nauðsyn að leysa launa- málið á tímabærum grundvelli. Starfs- mönnum bæjarins var þetta ljóst, og engu síður ráðamönnum bæjarins. Nú þegar fyrsta skrefið er stigið til lausnar á launamálinu með frumvarpi að „Samþykkt um laun starfsmanna Reykjavíkurkaupstaðar", sem liggur fyrir bæjarstjórn, er áreiðanlega fargi létt af öllum þeim, sem undanfarna mán- uði biðu afdrifa launamálsins. Hvemig svo sem mönnum kann að geðjast að sjálfri samþykktinni, þá geta menn fall- ist á það, að með henni er stigið þýðing- armikið spor í rétta átt, og að sá vilji, sem þar ríkir til fyllra samræmis og hækkunar, er lofsverður. En framhjá hinu verður heldur ekki gengið, að samþykktin er aðeins hálf lausn máls- ins, sem ekki verður endanlega leyst fyrr en fullkomin reglugjörð um laun og starfskjör starfsmanna bæjarins hef- ir náð fram að ganga. Frumvarpið er birt hér í blaðinu eins og launanefnd bæjarstjórnar lagði það fyrir bæjarstjórn, en jafnframt því, álit launanefndar St. R., staðfest af stjórn félagsins. Eins og fram kemur í álitinu, hafði launanefnd St. R. ónógan tíma til að gagnrýna frumvarpið. Bréf launanefndar bæjarstjórnar er dagsett 10. marz, en álitið 14. marz. Varð launa- jíí ■ ■; 77i.;

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.