Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Page 9

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.03.1939, Page 9
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 5 Lögreglumenn, slökkviliðsmenn, hafn- sögumenn, vélamenn á hafnsögubát, vatnsmenn við höfn og heilbrigðisfull- trúi. Bæjargjaldkeri og gjaldkerar Raf- magnsveitu og Hafnar skulu árlega fá kr. 1000,00 í mistalningsfé hver. Bæj- arráð setur reglur um bifreiðahalda starfsmanna bæjarins, sem kostað er af honum. 8. gr. Bæjarráð eða eftir atvikum hafnar- stjórn setja reglur um starfstíma í hverri starfsgrein, og skal hann miðast við sex daga vinnuviku. Enginn fastur starfsmaður bæjarins hefir rétt til auka- greiðslu fyrir eftirvinnu, helgidaga- vinnu né næturvinnu. 1 þeim starfs- greinum, þar sem slík vinna er óhjá- kvæmileg, greiðist hún ekki aukalega, né neinar uppbætur fyrir hana, enda fái þeir starfsmenn frí á öðrum tímum, sem því svarar, og eftir þeim reglum, er þar um gilda eða settar kunna að verða. Allir fastir starfsmenn hafa rétt og skyldu til sumarleyfa, eftir reglum, sem gilda um þau á hverjum tíma. Starfs- ttienn geta aldrei fengið kaupgreiðslur í stað sumarleyfa. Álit launanefndar St. R. Reykjavík, 14. marz 1939. Vér höfum móttekið bréf yðar, dags. 10. þ. m., ásamt frumvarpi að „Sam- Þykkt um laun starfsmanna Reykjavík- urkaupstaðar". Þar sem oss skilst, að frumvarp yðar muni vera endanleg til- laga launanefndar bæjarins, áður en uiálið fer til aðgjörða bæjarstjórnarinn- ar, en þér biðjið um álit vort á tillög- unni hið skjótasta, verðum vér að taka það fram, að það álit, sem vér látum hér í ljósi, markast nokkuð af því, hve skamman tíma vér höfum haft til at- hugunar á nefndum tillögum. Þar sem það hrekkur ekki til, vísast til fyrri að- stöðu vorrar í bréfum og í breytingar- tillögum vorum við frumvarp að launa- reglugjörð fyrir starfsmenn bæjarins, að svo miklu leyti sem tillögurnar hafa ekki tekið breytingum frá þeim tillög- um vorum. Þó að vér álítum, að launahækkanir þær, sem fram koma í launakerfinu, séu ekki fullnægjandi og nái ekki þeirri lág- markskröfu til launahækkana, sem upp- haflega var gerð af starfsmönnum bæj- arins, þá teljum vér að launakerfið sé þó, með þeirri launahækkun og sam- rýmingu launa, sem þar er, verulega til bóta fyrir starfsmennina í heild, og einkum ef verðlagsvísitalan yrði fram- vegis látin ráða hækkunum og lækkun- um launa. Þar sem launakerfið skerðir verulega núverandi launagreiðslur til einstakra manna og sumpart starfshópa, verðum vér að óska, að því verði kipt í lag, annað hvort með persónulegum launa- uppbótum eða tilfærslu í launakerfinu, sem sumsstaðar virðast vera mjög eðh- legar miðað við önnur störf í flokkun- inni. Á þetta einkanlega við störf í IV. flokki, sem áður hefir verið getið um og lagt til að færð yrði upp í III. flokk, svo og 1. flokks rafvirkja, sem færðir hafa verið niður um 2 flokka frá fyrri tillögu yðar, og að nokkru um vakt- stjóra lögreglu. Þar sem þér í bréfi yðar takið það skýrt fram, að samþykkt tillögu yðar sé aðeins fyrri hluti endanlegrar sam- þykktar á launareglugjörð fyrir starfs- menn bæjarins, en sjálf launareglu- gjörðin liggur ekki fyrir á þessu stigi málsins, teljum vér óaðgengilegt fyrir

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.