Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Side 10

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.03.1939, Side 10
6 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR starfsmenn bæjarins að játast undir ákvæði 8. gr. frumvarps yðar, og leggj- um til að frestað verði að taka ákvörð- un um ákvæði 8. greinar, og ákvæði hennar um starfstíma, aukagreiðslur fyrir eftirvinnu og lengd sumarleyfa verði tekin til endanlegrar athugunar í sambandi við sjálfa launareglugjörðina. Skilst oss, að það geti ekki haft áhrif á launakerfið, þar sem ýmist liggja fyrir bæjarráðssamþykktir um greinaratrið- in, eða þau eru bundin við hefð, sem oss virðist eðlilegast að halda, þangað til sjálf launareglugjörðin liggur fyrir. Þá viljum vér benda á, að inn í launa- kerfið vantar ýms störf, og eru þessi hin helztu: Forstöðumaður manntals- skrifstofu, hagfræðingur, aðstoðarbóka- vörður við Bæjarbókasafn, forstöðu- kona Farsóttahúss ög skólahjúkrunar- kona, en tannlæknar barnaskólanna hafa verið felldir niður í núverandi frumvarpi yðar frá hinu fyrra. Álit vort á niðurröðuninni í launa- kerfinu er í skjótu bragði það, að störf- in hafi yfirleitt heldur lækkað í flokk- uninni frá síðustu flokkun. Er oss í þessu sambandi ekki ljóst, hversvegna bókarar og skrifarar eru í tveimur flokkum, og 1. flokks rafvirkjar og hliðstæð störf, svo sem lagningamenn, hafa verið færðir niður um heila tvo flokka. Þá er í V. flokki 1. vélstjóri (á Magna?) settur við hlið vélamanna (mótorista?) á hafnsögubát, en þeir aftur einum flokki ofar en vélstjórar. I VI. flokki er húsasmíðameistari sett- ur við hlið verkstjóra í trésmíði, en báð- ir flokki neðar en verkstjóri í járnsmíði. Þá er og ritari (bókari) verkfræðideild- ar hjá Rafmagnsveitunni settur flokki ofar en aðrir bókarar, en 1. flokks skrif- arar í VIII. flokk og þar við hlið 1. flokks innheimtumanna. Nú mun 1. flokks innheimtumaður varla geta orð- ið 1. flokks skrifari við starfsbreytingu, og myndi þá innheimtumaður, sem tek- inn væri til skrifarastarfa, lækka í laun- um. Að þessu athuguðu vildum vér leggja til, að bókarar og skrifarar verði fluttir upp um einn flokk, en ef nauð- syn þykir, þá komi 3. flokks skrifarar í IX. launaflokk og gætu 1. flokks kven- skrifarar að einhverju leyti heyrt undir þann flokk. Sömuleiðis að 1. flokks raf- virkjar og hliðstæð störf, verði færðir upp um flokk, en 2. flokks rafvirkjum bætt við, ef nauðsyn þykir. Loks bendum vér á, að meðan launa- reglugjörð liggur ekki fyrir með ákvæð- um um rétt og skyldur starfsmanna, teljum vér ekki nægilega ljóst orðalag 3. gr. frumvarpsins, er ákveður að sett- ir starfsmenn fái aðeins greidda % hluta af byrjunarlaunum. Eins virðist oss orðalag greinarinnar óglöggt, þegar ákveða skal starfsaldur núverandi starfsmanna inn í launakerfið. I trausti þess, að launareglugjörð verði samin hið allra fyrsta og að sam- vinna þar um megi takast milli launa- nefndar bæjarstjórnar annarsvegar en Starfsmannafélags Reykjavíkur hins- vegar, getur launamálanefnd Starfs- mannafélags Reykjavíkurbæjar fallist á að „Samþykkt um laun starfsmanna Reykjavíkurbæjar“ nái fram að ganga hið allra fyrsta sem úrlausn á því vand- ræða ástandi, sem nú ríkir, en jafn- framt berum vér fram þá ósk, að at- hugasemdir þessa álits vors verði tekn- ar til athugunar í nefndinni, sem slíkri, eða í meðferð málsins hjá bæjarstjórn- inni og að agnúar þeir, sem kynnu að koma í ljós á samþykktinni, yrðu síðar lagfærðir í hinni endanlegu launareglu-

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.