Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Page 15

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.03.1939, Page 15
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 11 Karl Á. Torfason, aðalbókari á skrifstofu bæjarins, átti 20 ára starfsafmæli 5. jan. s.l.. — Karl Á. Torfason er fæddur 22. nóv. 1891, sonur Ásgeirs Torfasonar og Þóru Guð- jónsdóttur. Ólst hann upp til tvítugs- aldurs hjá föðurafa sínum, merkisbónd- anum Torfa Ólafssyni í Ólafsdal. Á bæj- argjaldkeraskrifstofunni byrjaði hann að vinna 5. jan. 1919, hjá þáverandi gjaldkera, Borgþóri Jósefssyni, við bók- færslu, en var skipaður bókari hjá bæj- argjaldkera 1. okt. það sama ár, en aðal- bókari 1. júlí 1930. Hefir Karl gengt því starfi síðan og ætíð með stakri ár- vekni og samvizkusemi. Hefir bókhald bæjarins aukizt stórum hin síðari árin og er aðalbókarastarfið með umfangs- mestu störfum í bæjarrekstrinum. Karl Á. Torfason er kvæntur Ástu Guðmundsdóttur frá Nesi, og búa þau hjón að Ólafsdal á Seltjarnarnesi. Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri á skrifstofu bæjarins, átti sextugs afmæli 8. jan. s.l. — Jón Sigurðsson er fæddur 8. jan. 1879 að Krossgerði á Berufjarðarströnd. Byrj- aði hann að starfa á skrifstofu bæjarins sem skrifstofustjóri 1. júlí 1923 og hef- ir gengt því starfi síðan,en hafði áður verið fulltrúi í bæjarfógetaskrifstofunni hjá Jóni Magnússyni bæjarfógeta. Jón fluttist til bæjarins 1903 og var þá skrif- ari Halldórs Daníelssonar bæjarfógeta. I þjónustu bæjarins hefir Jón einkan- lega haft á hendi skrifstofustjórn fá- tækramálefna bæjarins og nýtur þar trausts og virðingar allra, sem til þekkja, fyrir frábæra persónulega kunnugleika og vandvirkni í starfi. Jón er kvæntur Ingibjörgu Eyjólfsdóttur frá Gufuskálum í Leiru. Börn þeirra eru: Guðný Guðrún, Sigrún, Málfríður, Guð- mundur og Anna Kristín.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.