Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.03.1939, Síða 16

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.03.1939, Síða 16
12 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR Jón B. Jónsson, Guðbjartur Ólafsson, aðstoðarmaður á skrifstofum bæjarins átti 20 ára starfsafmæli 4. febr. s. 1. Jón B. Jónsson er fæddur 19. des. 1899 á Eyrarbakka, sonur Jóns Jóhannssonar verkstjóra og Helgu Bárðardóttur konu hans. Byrjaði hann að vinna sem skrif- ari á bæjargjaldkeraskrifstofunni hjá þáverandi bæjargjaldkera, Borgþóri Jósefssyni. Nokkru síðar var hann skip- aður bókari og gegnir hann því starfi enn ásamt aðstoðarmannsstörfum við innheimtu bæjargjalda. Er Jón hverjum manni kunnugri á sínu svið, og starfsmaður í bezta lagi. Jón er kvæntur Sólveigu Daníelsdóttur, Damelssonar f. dyravarðar í Stjórnar- ráðinu. Er Jón búmaður mikill og búa þau hjón að Efrihlíð við Reykjanes- braut. * hafnsögumaður varð fimmtugur 21. marz s. 1. — Guðbjartur Ólafsson er' fæddur '21. marz 1889 í Keflavík í Rauðasandshreppi, sonur Ólafs bónda Guðbjartssonar og Guðrúnar Jónsdótt- ur konu hans. Tók hann við störfum sem hafnsögumaður Reykjavíkurhafnar 1929 og hefir gegnt því starfi síðan. Hafði hann áður verið skipstjóri á fiskiskip- um, en við skipstjórn tók hann fyrst á þilskipinu Esther árið 1913. Hefir Guð- bjartur ætíð verið sjómaður góður og hinn mesti heppnismaður á sjó, enda bjargað mörgum mannslífum úr sjóvar- háska, en kunnast er, þegar hann á Esther bjargaði fjórum bátshöfnum frá Grindavík, 24. marz 1916. Hafnsögumannaliði Reykjavíkurhafn- ar er hinn mesti sómi að slíkum starfs- mönnum sem Guðbjartur er. Guðbjartur er kvæntur Ástbjörgu

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.