Bankablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 5

Bankablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 5
ÓLAFUR STEINAR VALDIMARSSON: AlþjóSleéi sumarskólinn 1961 Einn merkasti þátturinn í alþjóðlegu sam- starfi bankamanna er án alls efa alþjóð- legur sumarskóli þeirra. Fyrsti vísirinn að þessum skóla var bankamannamót, sem haldið var í London árið 1939 að tilhlutun Institute oí Bankers. Það mót sóttu þrír ís- lenzkir bankamenn. Þráðurinn var tekinn upp að nýju 1948, enn undir forystu Insti- tute of Bankers, sem boðaði það ár til sum- arskólans í Englandi og aftur 1949. Síðan hefur skólinn verið haldinn árlega, þriðja hvert ár í Englandi, en annars í ýmsum löndum til skiptis. Litið er svo á, að með því að halda skólann þriðja hvert ár í sama landinu, Jj. e. a. s. Englandi, verði starfs- grundvöllur hans fastmótaðri og traustari. Fyrst framan af sóttu íslenzkir bankamenn skólann ekki að staðaldri, en nú um nokk- ur undanfarin ár hafa farið héðan árlega tveir og a. m. k. einu sinni Jarír þátttakend- ur. Sumarskólinn 1961, sem var hinn 14. íröð- inni, var haldinn dagana 16.—29. júlí í London og Oxford. Héðan sóttu skólann Jóhann Ágústsson frá Landsbankanum og sá, sem þetta ritar, frá Seðlabankanum. Þátttakendur voru að þessu sinni 208 frá 51 landi, mismunandi margir frá hverju fyrir sig, allt frá einum fulltrúa frá nokkr- um löndum og upp í 24 frá Englandi. Þess- um stóra og sundurleita hópi var ætlað að búa fyrstu tvo daga skólans í gömlu, en glæsilegu hóteli í miðri City. Sunnudagseftirmiðdaginn 16. júlí söfn- uðumst við saman til tedrykkju í salar- kynnum hótelsins. Englendingarnir voru óþreytandi við að leiða saman menn af ólíku þjóðerni og koma af stað samræðum, enda myndaðist strax þennan fyrsta dag sá andi samhugs, sem löngum hefur þótt einkenna sumarskólann og gefið honum sérstæðan svip. Daginn eftir var skólinn formlega settur í húsakynnum Institute of Bankers af for- seta þess, Sir Eric A. Carpenter, sem um leið afhjúpaði tréskurðarmynd af skjaldarmerki stofnunarinnar. Síðan flutti hagfræðingur- inn Paul Bareau einkar áheyrilegt og fróð- legt erindi um fjármálastofnanir í City. Eftir að okkur höfðu verið sýndar tvær stuttar kvikmyndir, önnur um Englands- banka, en hin um kauphöllina, héldum við til embættisbústaðar borgarstjórans í City, en þangað hafði öllum hópnum verið boðið. Tók borgarstjórinn, Sir Bernarcl Waley Cohen, á móti okkur, flutti stutt ávarp og bauð okkur að lokinni tedrykkju að skoða þennan gamla, virðulega bústað og merkilegt safn málverka og gullmuna, sem þar er geymt. Borgarstjórastaðan í City er með virðu- legustu embættum í Englandi og tengdur við hana fjöldinn allur af fornum erfða- venjum, en embættið er aldrei veitt nema til eins árs í senn. Umdæmi borgarstjórans er ekki stórt eða aðeins rúm fermíla og fastir íbúar innan við 5000, en þangað koma hvern virkan dag um 400.000 manns til starfa, og það segir sína sögu. Um kvöldið var haldin móttökuveizla í salarkynnum hótelsins. Auk okkar þátttak- endanna voru þar ýmsir forystumenn Insti- BANKABLAÐIÐ 3

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.