Bankablaðið - 01.07.1962, Page 7

Bankablaðið - 01.07.1962, Page 7
Christ Church. Clearing bankarnir í Bretlandi, iluttur af Sir Oliver Franks, varaforseta Institute of Bankers. Verzlunarbankar, fluttur af J. Macartney- Filgate. Víxlar og ábyrgðir, fluttur af C. F. R. Arthur. Bankaþjónusta vegna flutninga með skip- um og flugvélum, fluttur af Runciman greifa af Doxford. Tryggingastarfsemi og milliríkjaviðskipti í Bretlandi, fluttur af Sir Walter Barrie. Kauphöllin í London og alþjóðleg fjár- festing, fluttur af Ritchie lávarði af Dundee, forseta kauphallarinnar. Að hverjum fyrirlestri loknum var okk- ur afhentur hann sérprentaður og áður en skólanum lauk fengum við alla fyrirlestrana innbundna í smekklegri bók. Umræðufundirnir voru haldnir á kvöldin, eins og áður er sagt. Var okkur þá skipt í sex hópa með um það bil 35 í hverjum hóp. Umræðuefnið var fyrirfram ákveðið, það sama hjá öllum þátttakendum, og stóð gjaman í einhverju sambandi við fyrir- lesturinn frá morgninum. Umræðurnar fóru síðan fram undir stjórn umræðustjóra, en einhverjir úr hópnum fluttu stutt, fyr- irfram undirbúin inngangserindi. Þetta voru skemmtilegar og fróðlegar stundir og stóðu umræður einatt sem hæst, þegar klukkustundin var liðin, sem fundurinn skyldi standa. Umræðurnar snerust m. a. um lánveitingar til utanríkisverzlunar, starf- semi gjaldeyrismarkaða, vandamál í gjald- eyriseftirliti, greiðslur með afborgunum, vandamál í sambandi við innheimtur og ábyrgðir o. 11. Það vildi okkur til happs, ef svo má að orði komast, að brezka ríkisstjórnin birti viðreisnaráform sín, einmitt meðan skólinn stóð. Voru þau geysimikið rædd bæði í blöð- um og manna á meðal og mjög umdeild. Eins og gefur að skilja, voru J>au einnig afar mikið til umræðu í skólanum, og var m .a. haldinn sérstakur aukalegur umræðu- fundur, þar sem umræðustjórinn skýrði til- lögurnar og svaraði fyrirspurnum. Tímann frá Jjví miðdegisverði lauk og til kvölds höfðum við til eigin afnota, og það voru reyndar engin vandkvæði á að finna sér sitthvað til afþreyingar. Stuttan spöl frá Christ Church rennur Thamesá gegnum bæinn. Hljóp mjög á snærið fyrir BANKABLAÐIÐ 5

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.