Bankablaðið - 01.07.1962, Page 10

Bankablaðið - 01.07.1962, Page 10
« Fxmmtíu ára « Stokkkólmsdeild sænska kankamannasamkandsms Eins og sagt hefir verið frá hér í blað- inu fóru þrír fulltrúar íslenzkra banka- manna á stjórnarfund Norræna banka- mannasambandsins í Helsingfors í septembermánuði á liðnu ári. Á heimleið komum við til Stokkhólms til að sjá og kynnast sænskum samstarfs- mönnum, eftir því sem tími leyfði. Tveir okkar, þ. e. Hannes Pálsson og undir- ritaður, höfðu aldrei gist þessa ágætu borg, en Adólf Björnsson hafði setið þar lund norrænna bankamanna og einnig komið þar við á feið til Finnlands fyrir iimmtán árum. Með í hópnum voru og norsku bankamennirnir, sem sátu fund- inn í Helsingfors. Sænskir bankamenn eru sem kunnugt er mjög sterkir félagslega og starf allt til mikiliar fyrirmyndar. Hafa þeir um ára- raðir verið í forystu norrænna banka- manna, livað kaup og kjör snertir. Á skrifstofu hafa þeir um tuttugu manna starfslið er eingöngu vinnur að skipulags- og hagsmunamálum undir forustu Sven Hállnes, en hann liefir verið einn aðaf- forystumaður samtakanna um fjölda ára. Félagsbundnir bankamenn í Svíþjóð eru nú um ellefu þúsund og eitt hundrað. Skipting milli kynja er þannig, karl- menn eru um 60% og kvenfólk um 40%. Sambandinu hefir vaxið ásmegin allt frá stofnun þess og er nú eitt fjársterkasta og bezt skipuiagða stéttarsamband í Sví- þjóð. Á meðan við dvöldumst í Stokkhólmi minntist sænska bankamannasambandið fimmtíu ára afmælis Stokkhólmsdeildar- innar. Við vorum þeirrar ánægju aðnjót- andi að vera gestir á þessum hátíðisdegi, ásamt fulltrúum hinna Norðurland- anna. Stokkhólmsdeildin var stofnuð 14. september 1911 með þrjú hundruð félagsmönnum, en í dag eru yfir fjögur þúsund félagsmenn. Afmælishófið var haldið í glæsilegustu salarkynnum borg- arinnar á Grand Hotel. Þar ríkti glaum- ur og gleði. Veizlustjóri var formaður deildarinnar, kamrer Gunnar Swedborg og flutti hann og aðalræðu kvöldsins. Margar ræður voru fluttar og gjafir gefnar. Ýmsir forystumenn voru sæmdir heiðursmerkjum deildarinnar. Thor- björn Bilden, formaður norska banka- mannasambandsins flutti afmæliskveðju frá Norrænu bankamannasamtökunum. Viktor von Zeipels heiðraður. 8 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.