Bankablaðið - 01.07.1962, Side 12

Bankablaðið - 01.07.1962, Side 12
Ályttanir aðalfundar íulltrúaráðs S.Í.B. Aðalfundur fulltrúaráðs S.Í.R. haldinn 27. og 28. október 1961 ítrekar tyrri til- lögur um launa- og kjaramál. I.eggur fund- urinn áherzlu á, að sambandsstjórn haldi áfram þeim viðræðum, sem hafnar eru um endurskoðun á gildandi launa- og kjara- reglum. Aðalfundur fulltrúaráðs S.Í.B. skorar á Alþingi og ríkisstjórn að liraða endurskoð- un á skatta- og útsvarslöggjöfinni, með það fyrir augum, að skattar og útsvör hvíli ekki með þeim ofurþunga á launþegum, sem nú er, og að hert sé á eftirliti með framtölum og viðurlög þyngd við skatt- svikum. Aðalfundur fulltrúaráðs S.Í.B. ályktar eftirfarandi: Þar sem starfsmenn Iðnaðarbanka ís- lands h.f. og Verzlunarbanka íslands h.f. njóta ekki sambærilegra eftirlaunasjóðs- kjara við starfsmenn hinna bankanna og hafa ekki sjálfstæða sjóði fyrir sig, felur fundurinn sambandsstjórninni að leita hóf- anna hjá stjórnum Iðnaðarbankans og Verzlunarbankans, að þær stofni eftirlauna- sjóði fyrir starfsmenn sína, sem veiti þeim sömu eftirlaunasjóðskjör og starfsmenn hinna bankanna njóta. Aðalfundur fulltrúaráðs Sambands ís- lenzkra bankamanna felur stjórn sambands- ins að vinna áfram að endurskoðun eftir- launareglugerða fyrir starfsmenn spari- sjóða, sem eru í sambandinu, þannig að gerð verði samhljóða reglugerð fyrir þá alla. Verði reglugerð þessi ekki lakari, að því er kjör snertir, en það sem bezt gerist í bönkunum nú. Akvæði verði sett, sem tryggi það, að h'fevrir fylgi Jaeim launa- breytingum, sem verða á launagreiðslum á hverjum tíma. Aðalfundur fulltrúaráðs S.Í.B. felur stjórn sambandsins að útvega nú þegar húsnæði fyrir skrifstofu og blaðstjórn þess. Jafnframt ákveður fundurinn, að tímabært sé, að sambandið eignist eigið húsnæði og felur 8 manna framkvæmdanefnd að hrinda málinu í framkvæmd. Fundurinn felur stjórn sambandsins að ræða við stjórnir sambandsfélaganna um sérstök framlög þeirra til sambandsins, sem renni í húsbyggingarsjóð. Framlagið verði kr. 20,00 á mánuði fyrir hvern sambandsfélaga í næstu 2 ár eða lengri tíma, ef þörf er til þess að tryggja kaupin. Framlögin renni í Húsbyggingarsjóð sambandsins, en stjórn hans annist framkvæmdanefndin. Aðalfundur fulltrúaráðs S.Í.B. ákveður, að skattur sambandsfélaga til sambandsins skuli vera kr. 50,00 fyrir hvern félaga. Aðalfundur fulltrúaráðs S.Í.B. felur stjórn sambandsins að ráða starfsmann, sem vinni fyrir stjórnina að málum sam- bandsins. Ef henta þykir, skal starfsmaður- inn jafnframt annast ritstjórn og útgáfu 10 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.