Bankablaðið - 01.07.1962, Page 24

Bankablaðið - 01.07.1962, Page 24
Ólafur BöSvarsson sparisjóðsstjóri . Hinn 24. júní s.l. lézt í Hafnarfirði Ólafur Böðvarsson fyrrv. sparisjóðsstjóri við Sparisjóð Hafnarfjarðar. Ólafur var fæddur 29. sept. 1878 á Ytri- Reykjum, Ytri-Torfustaðahreppi, Vestur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjón- in Kristín Ólafsdóttir og Böðvar Böðvars- son bóndi og síðar gestgjafi í Hafnarfirði. Ungur fluttist Ólafur með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar og þar átti hann heima til dauðadags. Hann hóf unglingur verzlunarstörf og stúndaði þautilársins 1929, að hann tók við forstöðu Sparisjóðs Hafnarfjarðar, en hafði þá. verið í stjórn sjóðsins í þrjú ár. Gegndi hann hvorutveggju störfunum til ársins 1958 að hann hætti störfum að eigin ósk, tæpra 80 ára að aldri. Ólafur Böðvarsson kom meira við sögu sparisjóðsins en flestir aðrir. Hann tók við sjóðnum litlum og vanmegnugum, en lét hann af hendi sem sívaxandi og trausta peningastofnun. Hann var kvæntur Ingileifu Sigurðardótt- ur er lézt 12. maí 1951. Áttu þau eina dótt- ur barna, Maríu, sem starfar í sparisjóðn- um. Auk þess ólu þau upp tvo drengi. Það mikla traust, sem Sparisjóður Hafn- arfjarðar nýtur í dag eru fyrst og fremst verk Ólafs Böðvarssonar og verður þess lengi minnst. Matthías Á Mathiesen. þjónustu og koma á móts við ört stækkandi borg. Hér væri verið að dreifa starfsem- inni frá aðalbankanum, sem þegar væri fullsetinn, en á sínum sima hefði hann ver- ið byggður af framsýni og stórhug. Jón Pálmason, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, sagði og nokkur orð, jrar sem hann ávarpaði hinn nýskipaða úti- bússtjóra, Helgu Kristinsdóttur og fór mjög miklum viðurkenningarorðum um starf hennar í bókhaldi aðalbankans, en þar hef- ur Iiún starfað um langa hríð. Magnús Árnason, formaður Starfsmanna- félags Búnaðarbankans, flutti og kveðju og árnaðaróskir frá starfsmannafélaginu. Húsnæði það, sem útibúið hefur fengið til umráða er bjart og öllu haganlega fyrir- komið. Á götuhæð er afgreiðslusalur, 50 m2 að flatarmáli, skrifstofuherbergi, kaffi- stofa, geymsla og snyrting. í kjallaranum eru skjalageymslur. Teikningar gerði Magnús Guðmundsson, Teiknistofu Land- búnaðarins. Umsjón með framkvæmdum fyrir bankans hönd hafði Svavar Jóhanns- son, bankafulltrúi. Eins og fyrr segir hefur ungfrú Helga Kristinsdóttir verið ráðinn útibússtjóri og gjaldkeri hefur verið ráðinn Böðvar Magnússon. Vélabókhald verður, og fært verður á Kienzle bókfærsluvélar. 22 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.