Bankablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 25

Bankablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 25
Hilmar Stefánsson heíðraður Hilmar Stelansson lét af störfum sem bankastjóri Búnaðarbanka íslands 23. febr- úar síðastliðinn og hafði þá verið banka- stjóri Búnaðarbankans í tæp 27 ár. Hilmar náði hámarksaldri embættismanna á síðasta ári, varð sjötugur 10. maí sl. Hilmar Stef- ánsson varð aðalbankastjóri Búnaðarbank- ans 15. september 1935 og stjórnaði Búnað- arbankanum einn frá árslokum 1937 til ársloka 1960, er bankastjórum var fjölgað í tvo með breytingu á lögum bankans. Á þessu tímabili var lagður grundvöllur- inn að framtíðargengi Búnaðarbankans og talar það sínu máli um stjórn bankans á þessurn árum og það álit, sem Búnaðar- bankinn heíur notið undir stjórn Hilmars. Starfsmannafélag Búnaðarbankans hélt kveðjusamsæti til heiðurs Hilmari Stefáns- syni bankastjóra og konu hans frú Margréti Jónsdóttur, í Þjóðleikhúskjallaranum 17. marz s.l. Fjölmenntu starfsmenn bankans mjög til hófsins og sýndu þar með hug sinn til Hilmars bankastjóra. Hófið sátu einnig Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra, bankaráðsmenn Búnaðarbankans og bankastjórar, þeir Magnús Jónsson og Stef- án Hilmarsson. Tryggvi Pétursson deildarstjóri mælti fyrir minni Hilmars bankastjóraogHaukur Þorleifsson aðalbókari fyrir minni frú Mar- grétar konu hans í afburða skörulegum ræðum. Margar fleiri ræður voru fluttar og var Hilmari Stefánssyni þökkuð frábær og giftudrjúg stjórn Búnaðarbankans í rúman aldarfjórðung og velvild í garð starfsmanna bankans. Meðal annarra ræðumanna voru Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra,. Jón Pálmason formaður bankaráðs Búnaðar- bankans og Magnús Jónsson bankastjóri. Að lokum flutti heiðursgesturinn Hilmar Stefánsson bankastjóri snjalla ræðu og þakkaði allan sóma sér sýndan og ánægju- legt samstarf við starfsmenn bankans. Formaður Starfsmannafélags Búnaðar- bankans, Magnús Árnason hæstaréttarlög- maður, stýrði heiðurshófinu og ávarpáði í lokin heiðursgestinn. Einar Þorfinnsson, aðalfulltrúi í endur- skoðunardeild Landsbankans, var skipaður forstöðumaður deildarinnar frá 1. janúar s.l. i stað Georgs Hansen, sem hefur tekið við starfi forstöðumanns endurskoðunar- deildar og bankaeftirlits Seðlabankans. BANKABLAÐIÐ 23

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.