Bankablaðið - 01.07.1962, Side 30

Bankablaðið - 01.07.1962, Side 30
SIGURÐUR ÖRN EINARSSON: MálfundanámskelS Lokið er fyrsta málfundanámskeiði, sem haldið var á vegum Sambands íslenzkra bankamanna. Námskeiðið var lialdið í samkomusal starfsmanna Búnaðarbankans og hófst mánudaginn 12. febrúar 1962. Leiðbein- andi á því var Hannes Jónsson, félagsfræð- ingur. Þátttakendur voru upphaflega rúm- lega 20, en eftir því sem á námskeiðið leið fækkaði þeim og komust þeir allt niður í 8 á fundi. Meðaltalið reyndist vera 12—13 á fundi. Námskeiðið var tíu fundir og var til- högun þeirra þannig: I upphafi hvers fund- ar voru kosnir fundarstjóri og fundarritari. Síðan flutti Hannes Jónsson erindi, en á námskeiðinu flutti hann erindaflokk, er hann nefndi „Leiðbeiningar um fundarstörf og mælsku“ og ræddi liann um eftirtalin efni: Leiðbeiningar um ræðugerð; Hlutar ræðunnar, tilgangur, tegund og málskrúð; Meginreglur fundarskapa; Skipulag fram- söguræðunnar og heppileg vinnubrögð við undirbúning hennar; Flutningur framsögu- ræðunnar og gerð skipulegra minnisatriða; Rökfræðin og höfðun til tilfinninga í ræðu; Fundir, ráðstefnur og mót og undirbúning- ur þeirra. Þar næst var málfundaræfing, og að henni lokinni talaði Hannes Jónsson, og fór hann þá yfir upplestur eða ræðu hvers einstaks og benti á kosti eða galla og leiðir til úrbóta. Ennfremur sagði liann frá verk- efni næsta fundar. Ég ætla að gefa hér sýn- ishorn af þeim verkefnum, sem þátttakend- ur skyldu leysa af hendi. Á fyrsta fundin- um voru allir þátttakendur látnir stíga í ræðustólinn og segja frá sjálfum sér (fæð- ingardegi og ári, fæðingarstað, menntun og störfum). Þetta eru allt atriði, sem fólk veit um sjálft sig, og þar af leiðandi er auðvelt að segja frá því. Á öðrum fundi var málfundaræfing, upplestur ræðu, rit- stjórnargreinar eða kafla úr ritgerð. Á þriðja fundinum skyldu menn lesa upp grein eða ræðu og skýra síðan frá því, hvers vegna þeir væru ræðunni eða greininni meðmæltir eða mótmæltir. Á næstu fjórum fundum skyldu þátttakendur svo koma með frumsamdar ræður og kenndi þar margra grasa, en meðal þeirra efna, sem flutt voru, var: Atvinna mín, Æskubyggðarlag, Tóm- stundir, Góð bók, Kostir sparseminnar, Skynsamleg kjarabarátta, Stefnuskrá S.Í.B., Ráðhús í Reykjavík, Bjórmálið, Útvarpið, Afskijati pólitísku flokkanna af verkalýðs- félögunum, íþróttafélag og margt fleira, en samtals rnunu hafa verið fluttar á nám- skeiðinu yfir 120 ræður, og komust menn oft að hinum margvíslegustu niðurstöðum 28 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.