Jazzblaðið - 01.05.1948, Side 9

Jazzblaðið - 01.05.1948, Side 9
legg. „Foreldrar mínir settust að í Picua í Ohio-fylki“, hélt hann áfram, „og átti Pabbi rakarastofu þar. Það var þar, sem ég og bræður mínir byrjuðum fyrst að syngja. í þá daga voru „syngjandi rakar- arnir" í raun og veru til. Faðir minn og kinir þrír, sem unnu hjá honum sungu fyrir viðskiptavinina. Þeir höfðu meir en nóg að gera —- anna'st viðskiptavinina, gæta þess að fara ekki út af laginu og eltast svo við okkur krakkana. Við vorum alltaf að flækjast þar og reyndum að plata út tíu eða tuttugu og fimm eyring. Við not- uðum hvert tækifæri, sem gafst til að hlusta á rakarastofu-quartet pabba. Okkur féll sérstaklega vel við útsetningu þeirra á lag- 'nu „You tell me your dream“ og fórum við oft út að brú, sem var rétt fyrir utan borgina og reyndum við að iíkja eftir þeim. Við náðum laginu aldrei almennilega — fyrr en 1936 tii að vera sannorður. Þá sungum við það inn á plötu“. Donald annar tenór var tíu ára, baritónninn Harry ellefu, Herbert, fyrsti tenór tólf og bassinn John yngri nýlega fjórtán ára er þeir voru upp- götvaðir og fengu tveggja ára samning h.iá WLW. útvarpsstöðinni í Cincinnati. Kaupið var sex hundruð dollarar á viku“, sem virtust vera öll auðæfi heimsins", sagði Harry. — Bræðurnir fóru til New York 1930 «g höfðu ekki verið í borginni nema 45 minútur þegar Paley forstjóri CBS út- varpsstöðvarinnar réði þá til þriggja ára. Mills bræður eru .iafn þekktir í Evrópu, Ástralíu og Suður-Ameríku og þeir eru í Bandaríkjunum. I tveim utanlandsförum sínum fóru þeir umhverfis hnöttinn. „Eins og mér þykir ieitt að segja það“, sagði Harry, „þá vita þeir í Evrópu meira um ameríska músik en allur þorri ameríku- manna. Þeir bókstaflega „stúdera“ plöt- urnar, sem þeir fá og þeir fá flestar amer- ísku plöturnar". Utanlandferðir bræðranna byrjuðu 1934. „Fyrsti áfangastaður okkar var London", sagði Harry, og komum við á fund Mary drottningar og George V. konungs. Við vörðum heilum degi í að læra hvernig við ættum að haga okkur við slíkt tækifæri. Og þó ég hafi kannski ekki lært mikið í þessi tuttugu ár, sem ég hefi sungið þá veit ég þó hvernig ég á að haga mér í viðurvist þjóðhöfðingja". Bræðurnir fengu sannarlega að vita af vinsældum sínum f Evrópu. Þegar þeir komu til Skandinavíu- landanna ætlaði allt af göflunum að ganga. „Amerískir jazzleikarar héldu hljómleika í Evrópu og það gerðúm við einnig", sagði Harry. „Við ætluðum aldrei að losna úr böndum áheyrendanna. Eftir að við höfð- um komið aftur fram um tólf sinnum héldu þeir enn áfram að klappa. Við fórum f frakkana og komum fram í allra síðasta sinn, þá hrópuðu þeir og stöppuðu og klöpp- uðu ennþá meira". Hann brosti. „Auðvitað sungum við meira — við gátum ekki brugð- ist þe:m“. Um 1939 höfðu Svíar komið sér upp all sæmilegum jazz-hljómsveitum. Mills bræður voru boðnir á sérstaklega útsett útvarpsprógram, þar sem helztu hljóm- sveitirnar léku. „Þeir voru mjög góðir“, sagði Harry. „Sænsk-amerískur jazz — dá- lítið sérstætt“. Á ferðalögum • sínum kom Mills fjölskyldan víða við: England, Frakk- land, Þýzkaland, Holland, Skandinavíu- löndin, Rússland, Ástralía, Suður-Amerika og Hawaii svo helztu löndin séu nefnd. „Á öllum þessum tíma höfum við fengið mikla reynslu. Við höfum breytt talsvert um stíl, lagt niður hljóðfæraeftirliking- arnar og reynum að syngja hreint og fág- að án allrar tilgerðar". Og Mills bræðurnir hafa elzt með árunum. Þeir eru allir gift- ir. Sem stendur, eru þeir ekki vel vissir um framtíðar áætlanirnar. Ef til vill verða það Carnegie Hall hljómleikar, eða enn önnur utanlandsför, eða að þeir fari aftur á Cafe Zanzibar eða Paramount-leikhúsið. Ef til vill munu þeir balda áfram að syngia inn á plötur fyrir Victor-plötufyrirtækið og koma fram í út- varpinu, á milli þess sem Harry leikur golf í frítímunum og Donald rekur veitinga- stofu.-------En meðan þeir eru að taka ákvörðun halda þeir áfram að syngja eins og þeir reyndar voru að gera þegar ég kom til að spjalla við þá. (Lausl. þýtt). ^aaal/aíiÍ 9

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.