Jazzblaðið - 01.05.1948, Page 14

Jazzblaðið - 01.05.1948, Page 14
Gunnur Ormslev: JAZZ Á NORÐURLÖNDUM er ekki slæmur Allmargar óskir hafa komið fram um að blaðið birti eitthvað um jazz í Danmórku og Svíþjóð. í því skyni snérum við okkur til Gunnars Ormslev og báðum hann um að taka saman greinarkorn um þetta efni. Hann sagði þaö velkomið, en treysti sér ekki til að skrifa greinina á íslenzku. því þó hann tali máliö allvel eftir að hafa verið hérna 1 eitt og hálft ár, þá gengur honum ekki eins vel að skrifa það. Aftur á móti kvaöst hann geta haft það á dönsku, en þá kom til okkar kasta að þýða það, og hefði það verið svipað og fyrir Gunnari að skrifa islenzkuna. Endalokin urðu svo þau að hann hafði greinina á ensku, sem hann taiar og skrif- ar eins og innfæddur og þýddum við svo. Gunnar þarf vart að kynna fyrir lesendum. Hann er fæddur og uppalinn í Danmörku, en móðir hans er islenzk. Hann kom hingað til lands fyrir hálfu öðru ári og nokkrum mánuðum síðar stofnaði hann G.O.-quintett- inn, sem margir muna eftir. Gunnar lék þá á altó-saxafón, en á hann byrjaði hann að leika rétt áður en hann kom til íslands. Hann skipti yfir á tenór-saxafón fyrir fjórum mánuðum eða um leið og hann réðist í K ' Jazz á Norðurlöndum er kominn á mjög hátt stig. Fremstu löndin eru Svíþjóð og Danmörk, sem með sínum tíu milljónum íbúa, hafa á að skipa fjölda jazzáhuga- manna. Níu af hverjum tíu veitingastað- anna eru með úrvals danshljómsveitir, þar sem meðlimirnir eru allt frá fimm og upp í átján manns. Stærri hljómsveitirnar eru þó mest megnis í Svíþjóð en hinar minni í Danmörku. í Noregi og Finniandi hefur jazzinn enn ekki náð til almennings, en trúið mér, hann á eftir að gera það ná- kvæmlega eins og hér. Ef raðað væri niður í stóra hljómsveit, sem væri skipuð beztu jazzleikurum Norðurlanda, mundi Svíþjóð Hkast til fá fimm (alla) trompetta, tvo trombóna og þrjá saxafóna. Danmörk mundi aftur á móti ekki fá neinn trompet, ,-sextettinn. en tvo trombóna og þrjá saxafóna og svo allan rhythmann, píanó, guitar, bassa og trommur. Ég ætla ekki að fara út í neinar nafnaupptalningar, það hefði lítinn tilgang, þar sem flestir mannanna eru óþekktir hér á landi. í stríðinu skeði hið ótrúlega að Danirnir voru miklu betur settir en Svíarnir. Jazz var ekki bannaður í Danmörku stríðið út. Hvers vegna veit ég ekki, því Þjóðverjarnir bönnuðu hann í öllum öðrum löndum, sem þeir hertóku. Svíarnir höfðu ótæmandi möguleika á að bæta sig og afla sér meiri þekkingar, en þrátt fyrir það skeði ekkert. Danirnir, aftur á móti, voru í einangruðu landi, það barst ekki svo mikið sem grammafónsplata eða nótnablað til lands- ins í fimm ár, svo að þeir urðu að vinna 14 ^tutllmÍli

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.