Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 15

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 15
minnsta hjá þeim, sem eru fastir í hljóm- sveitum. En hjá hinum, sem leika hér í kvöld og þar á morgun, er ætíð nóg að starfa á sumrin, því mikið er um skemmti- samkomur og dansleiki úti um sveitir. Hlusti maður á útvarpið um vikulokin má heyra milli tíu og tuttugu skemmtanir og dansleiki auglýstar. — Tvær hljómsveitir hér úr bænum hafa farið út á land. Oskar Cortes fór með sex manna hljómsveit og söngvarann Hauk Morthens og léku þeir á Siglufirði, Akureyri og víðar. Hin hljóm- sveitin var svo Karl Jónatans og fóru þeir einnig norður í land. Annars er Karl nú búsettur í Hveragerði og hefur hljómsveit- in leikið þar mikið í sumar. Öskubuskurn- ar fimm fóru ennfremur í hljómleikaleið- angur norður í land í júlílok. — í út- varpsauglýsingum hefur oft heyrst getið um hljómsveit Akraness. Ég átti kost á að heyra þá félaga leika í sumar. Þeir eru fjórir, og leikur Edward Friðjónsson á harmóniku og tenór-sax og er hann stjórn- andinn. Sá næsti er með klarinet og altó- sex, og svo píanó og trommur. Trommu- leikarinn er sá taktvissasti sem ég hefi heyrt í og er það alltaf sagður stór plús. Hljómsveitin leikur alveg prýðilega. — Á Hótel Norðurlandi er fimm eða sex manna hljómsveit og hefi ég heyrt trölla- sögur af trompetleikaranum þar, svo vel er hann sagður leika. Hann heitir Jón Sig- urðsson. Tenór-sax leikarinn þar er Helgi Ingimundarson, sem leikið hefur hér í Rvík í Tjarnarlundi og Röðli. — Aðeins þrjú samkomuhúsa bæjarins hafa verið opin reglulega í sumar. Sjálfstæðishúsið, Breið- firðingabúð og Hótel Borg. Henry Rasmus- sen lék í stað Aage í Sjálfstæðish. í sumar, þegar Aage var í Danmörku í nokkrar vikur. — í sumarleyfi Borgarhljómsveit- arinnar lék hljómsveit Björns R. Einars- sonar. Annars byrjaði hljómsveit Björns fyrripart sumarsins með tvö kvöld í viku í Tivoli, en það urðu ekki nema nokkur skipti. Jan Morravek hefur verið í Tivoli í sumar ásamt píanó og bassaleikara (Árni Isleifs og Eyþór Þorlákss.) og svo guitar og trommur á dansleikjum. Morravek leik- ur á klarinet, fiðlu, harmóniku, píanó og syngur þar að auki. Eins og ég sagði í einu af fyrri heftum blaðsins, þá er miklu heppilegra að hafa svona menn, því þá er hægt að komast hjá, að ráða stærri hljómsveit. Svo maður tali nú ekki um, að hún væri innan félagssamtaka hljóðfæra- leikara. Annars má ekki taka það svo, að ég sé með ónot á Morravek eða aðra, sem leika hér á landi án samþykkis F.Í.H. Þetta eru allt fyrirtaks náungar, en það er bara leitt til þess að vita, að meðan til er félag meðal íslenzkra hljóðfæraleikara og það innan Alþýðusambands Islands, að útlend- ingum og ófélagsbundnum íslendingum skuli viðgangast að leika opinberlega með- an meðlimir félagsins ganga um atvinnu- lausir. Vonandi er, að stjórn F.I.H. vakni með haustinu. Fyrr má nú vera, að sofa í heilt sumar. — Jóhanna Daníelsdóttir hefur sungið með Tivoli-hljómsveitinni og gerir hún það mjög vel. — Svo ég snúi mér nú aftur að F.I.H., þá hefur það haldið dansleiki af fullum krafti í sumar, (enda kemur stjórnin þar hvergi nærri). Dansleikir þessir hafa náð miklum vin- sældum og hafa aðgöngumiðar að þeim ætíð selst upp á svipstundu. Dansleikir þessir eru haldnir einu sinni í mánuði og hafa verið fjórir í sumar. Þeir hafa allir verið haldnir í Sjálfstæðishúsinu og hefur hljómsveit Lorange leikið á þeim öllum. En auk hennar léku á fyrsta dansleiknum hljómsveitir Björns R. Einarssonar og Baldurs Kristjánssonar. Söngvarar voru Skafti Ólafsson og Sigrún Jónsdóttir. Á þeim næsta voru svo hljómsveitir Baldurs og Carls Billich og söng Skafti þá einnig. Á þeim þriðja var svo swing quintet, sem æfði saman aðeins fyrir þennan dansleik. I honum voru Óiafur Gaukur sóló guitar, Axel Kristjánsson rhythma guitar, Róbert Þórðarson harmóniku, Hallur Símonarson bassi og undirritaður með trommur og vibrafón. Söngvarar voru Haukur Morth- ens og Ól. Gaukur. Á þeim síðasta lék svo- swing tríó, sem í voru Axel og Hallur auk Guðm. Vilbergssonar með harmóniku. Ellefu manna hljómsveit með mönnum úr #a:zlLíiá 15

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.