Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 9
Fletcher Henderson fæddist árið 1898. Fyrstu hljómsveit sína stofnaði hann um tvítugt. Hún náði frægð er þeir léku á „Club Alabam“ í New York árið 1924. Síð- an léku þeir í sjö ár samfleytt í hinum þekkta danssal í New York, Roseland. Síðan fóru þeir í hljómleikaferð um Bandaríkin og léku þaðan í frá mikið til í Chicago. Með Fletcher hafa leikið margir jazzleikarar, sem síðar hafa náð mikilli frægð. Svo sem Coleman Hawkins, Louis Armstrong, J. C. Higginbotham, Buster Bailey, Red Allan og fleiri. Fletcher hefur löngum verið talinn einhver fremsti hljóm- sveitarstjóri, sem uppi hefur verið. Hann hefur þar að auki verið í röð fremstu út- setjara. Hann útsetti mikið fyrir Benny Goodman, og lék m. a. með honum á píanó inn á plötur. Hann á bróðir, sem Horace heitir, og leikur sá einnig á píanó. Hann lék um skeið í hljómsveit Fletcher. Stíll þeirra e'r mjög líkur. Á plötunum „Just blues“, Sugar foot stomp“ og „Tidal Wave“ með Henderson hljómsv., leikur Fletcher á píanóið. Þetta bréf sendir „Nýr áskrifandi“, og því svarað eins ítarlega og unnt liefur verið. Til skamms tíma liefur lítiö verið gert að því að kynna jazzinn fyrir fólki liér á landi oy eru þvl margir lítt fróöir um liann eða snillinga hans. Ég tel mig einn liinna ófróðu og langar mig nú, þar sem þetta ágæta málgagn jazzins hefur nýlega borizt mér í liendur, að fá leyst úr vand- ræöum mínum. Ég á nokkrar jazzplötur, en veit ekki nöfn nærri allra, sem á þeim leika. Svo hefur mér verið tjáð að tenór- saxafón leikarinn Clioo Berry sé dáinn, er þetta satt? Hvaða fleiri þekktir jazzleikar- ar liafa látizt síðari árin ? Væri síðar meir hægt að fá nánari upplýsingar um hverjir leika á plötum, sem þá verða nafngreindár? Nýr áskrifandi. Frá því að blaðið hóf göngu sína, hefur það ætíð verið reiðubúið til að leysa úr spurningum manna, hvort heldur þær liafa verið um jazzleikara eða plötur og verður slíkt gert áfram. Satt er það, að Choo Berry er látinn. Hann dó fyrir fimm árum. Aðrir þekktir jazzleikarar, sem eru ekki lengur í tölu lifenda eru, klarinetleikararnir Rod Cless, Jolinny Ilodds, Frank Teschmch- er og Jimmy Noone. Ttrompetleikararnir King Oliver, Joe Smith, Tommy Ladnier, Bix Beiderbecke, Bunny Berigan og Sonny Berman. Trommuleikararnir Tubby Hall, Spencer O’Neill, Chick Webb og Kaiser Marshall. Trombónleikararnir Jack Jenny, Tricky Sam Nanton og Glenn Miller. Guit- arleikararnir Eddie Lang, Dick McDonough og Charlie Christian. Bassaleikarinn Jimmy Blanton, hljómsveitarstjórinn Jimmie Lun- ceford og jazzsöngvarinn Red McKenzie. „Four leaf clover" l’m looking over a four leaf clover tliat I overloóked before. One leáf is sunshine, second rain. Third is tlie roses that groiv in the lain. No need explaining the one remaining is somebody I adore. I’m loolcing over a four leaf clover that I overlooked before. Hver er maðurinn? Svar á bls. 15. jazdtaíií 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.