Jazzblaðið - 01.12.1948, Qupperneq 7

Jazzblaðið - 01.12.1948, Qupperneq 7
Strok-quartetinn Fjark- inn. Þorvaldur Stein- grimsson 1. fiöla, Oskar Cortes 2. fiðla, Sveinn Olafsson viola, Jóhannes Eggertsson cello. byrjaði þar. Þorvaldur hefur mikið ieikið klassiska músik. Eins og áður er sagt, inn- vitaðist hann í Tónlistarskólann 1934 og útskrifaðist þaðan 1938. Síðar gerðist hann svo kennari við skólann og kenndi þar frá 1943—46. í útvar]ishljómsveitinni hefur Þorvaldur leikið í fjölda mörg ár, leikur hann þar 1. fiðlu. Einnig hefur hann leikið í Hljóm- sveit Reykjavíkur, quartet Tónlistarfélags- >ns, sem starfaði í tvo vetur, Symfóníu- bljómsveitinni og mörgu fleiru. í hinum nýstofnaða strok-quartet, Fjarkanum, sem allir tónlistarvinir gera sér miklar vonir lr>eð, leikur Þorvaldur 1. fiðlu. í Siálfstæð- >shúsinu leikur hann klassiska músik síð- degis, ásamt Carl Billich og einnig Jóhann- esi Eggertssyni á sunnudögum. Árið 1946 . fór Þorvaldur til Englands til framhalds- 'iáms í fiðluleik. Fór hann til London og var David Martin við „Royal Academy of Music“ kennari hans. Martin leikur mikið í brezka útvarpið BBC og má oft heyra hann 1 þáttunum „Music in mineature". Meðan Þorvaldur dvaldist í London, notaði hann tækifærið til að hlusta á strok-quarteta, eins mikið og hægt var, eins symfóníukon- serta og fleira. Einnig hitti hann hina bekktu hljómsveitarstjóra, Harry Parry og Joe Loss og rabbaði við þá kvöldstund. Eftir nokkurra mánaða dvöld í London fór Þorvaldur til Kaupmannahafnar, þar sem hann hitti Svein Ólafsson, er þar var við framhaldsnám, og einnig til Svíþjóðar. Þorvaldur hlustaði mikið á danshljómsveit- ir, bæði í Kaupmannahöfn og Svíþjóð, en honum fannst yfirleitt lítið til þeirra koma, þó varð hann mjög hrifinn af danska trombónleikaranum Peter Rasmussen, enda er hann talinn með beztu jazz trombónist- um í heiminum. Þegar ég spurði Þorvald um álit hans á íslenzkum jazz hljóðfæraleikurum, sagði hann: „Eg álít að íslenzkir hljóðfæraleik- arar séu meðtækilegri fyrir jazztón'ist held- ur en meðbræður okkar í Danmörku, Sví- þjóð og Noregi, en nokkuð vantar á að ís- lenzku hljóðfæraleikararnir taki þetta með þeirri festu og alvöru, sem þarf til að kom- ast vel niður i jazzinum. Mjög mikil fram- för hefur orðið hér undanfarin ár og marg- ir nýir kraftar bæzt við. En það sem mér finnst mest vanta hér, er sérstakur skóli fyrir jazz hljóðfæraleikara, því í þessari sérgrein eru ótæmandi verkefni eins og í öðrum greinum tónlistarinnar". Af íslenzkum hljóðfæraleikurum ber Þor- vald Steingrímsson einna hæst, fyrir sakir hinna frábæru hæfileika hans og eins mikið vegna hinna óvenjulegu mannkosta hans. lazdfaU 7

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.