Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 8
JUZZ OG EKKI JUZZ ef tir DAVE DEXTER í New Orleans og Chicago var jazz ekk- ert annað en jazz, en fyrir New York búa var hugtakið villandi. Klarinetleikari nokk- ur, var sem slíkur kunnur undir nafninu Ted Lewis og var af mörgum talinn vera mikill hæfileikamaður í jazz. En sannleik- urinn er sá, að mikið af þeirri ringulreið, sem nú stendur kringum jazz, eins og var fyrir 25 árum, má rekja til New York, eða nánar tiltekið til manna á borð við Lewis og Paul Whiteman. Whiteman kom til New York 1920 eftir að hafa komið fram á Vesturströndinni og í Atlantic City. Hann taldi sig sjálfkjör- inn „Jazzkóng“ og hleypti af stokkunum ofstækisfullum áróðri til viðurkenningar þeirri nafnbót. 1 þrjú ár lék hljómsveit hans við undraverðar viðtökur á Palais Royale í miðri New York. Það var sem sagt gerður góður rómur að Whiteman og mönnum hans og hinni þunglamalega útsettu dansmúsik þeirra. En hljómsveit hans lék ekki jazz. Það sem frá þeim heyrðist var samsteypa úr one- step og fox-trot vandvirknislega samin í „konsert" eða „hálf-symfónískum“ stíl, sem gerði ekki ráð fyrir einleiks improvísering- um, hjarta og sál hins sanna jazz. White- man lagði áherzlu á hina fallegu og lag- vísu (melódísku) tónlist Victor Herberts, Sigrnund Rombergs og annarra vinsælla létttónlistarhöfunda samtímans, og með því að gefa henni ofurlítinn jazzblæ tókst hon- um að tryggja sér ótrúlegan sæg aðdáenda ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur og um allan heim. Blöðin í New York náðu góðum árangri með áróðri sínum um Paul Whiteman. Sem „Jazzkóngur" flutti hann fyrsta sinni Rhapsody in Blue eftir George Gershwin í Aeoiian-höliinni við Vestur-57. stræti fyr- ir efth’væntingarfullum áheyrendahóp, sem kunni sér ekki læti. Það voru eftirminni- legir hljómleikar, og upp frá þeim degi var Whiteman hetjan í heimi létttónlistar- innar. Rapsódían var og mun aldrei verða annað en gervi-jazz, álíka ósamþýðanlegur hinni upprunalegu jazzmúsik frá New Orleans eins og klarinetleikur Pee-Wee Russels mundi vera í svítu eftir Ravel undir stjórn Toscaninis. Aeolian-hljómleik- arnir, sem seinna voru endurteknir í Carnegie-höll, eru að einu leyti hörmulegt fyrirbæri í hinni glæsilegu sögu jazztón- listarinnar, því að þeir ollu misskilningi, sem enn ríkir og verður kannski aldrei útrýmt með öllu. Gershwin átti, þrátt fyrir mikla hæfi- leika til sköpunar í frumlegu formi klass- ískrar tónlistar, fátt sameinginlegt með jazz. Þekking hans á honum var yfirborðs- kennd, þegar bezt lét, fengin í heimsóknum hans að Lenox-götu í Harlem og af kynn- um hans við tónlistarblökkumenn á Broad- way. Hann var ekki einn um það, að leita eftir hinu ferska og frumlega í jazztón- list negranna, hvort heldur var með per- sónulegum kynnum eða með því að hlusta á grammófónplötur. Margur sönglagasmið- urinn við þann hlutann á Broadway, sem kallaður er Tin Pan Alley, fékk ekki að- eins innblásturinn frá jazz og jazzlista- mönnum á árunum eftir 1920, heldur tókst honum furðulega oft að kaupa fyrir lítinn skilding verðmæt frumsamin lög, sem þeir gáfu síðan út og eignuðu sér. Meira að segja kom það oft fyrir, að ekki allfáir atvinnuspilarar á Broadway stálu söng-

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.