Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 26

Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 26
langaði til að seg.ja. „Hvernig getur nokk- ur maður verið svona fær? Hvað veldur því?“ Síðan missti hann sjónir á Smók, en varð starsýnt á Varða, sem var farinn að slá symbalinn, og síðan á hendurnar á Jeffa yfir nótnaborðinu. Hann bar úlnlið- inn hátt og beygði fingurna í hálfhring, stiklaði á nótunum eins og kjúklingur hopp- ar í leit eftir korni. Hann sló hverja nótu skýrt og snöggt, og honum hefði verið ó- mögulegt að komast út úr hljóðfallinu. Hendurnar á honum voru skapaðar til að stingast á borðið, en ekki strjúka það, stíll- inn var funandi. Rikki horfði á hendurnar á Jeffa líkt og kettlingur horfir á flöktandi skugga á teppi. Og þegar „Dead Man“ hafði verið leikinn á enda, greip hann hendinni um ennið og dæsti af fögnuði og furðu. Hinir hljóðfæraleikararnir uppi á sviðinu sneru sér við til að fá viðurkenningu hjá Rikka, og fengu hana, ekki þó í neinu sem hann sagði, heldur í andlitssvip hans. Smók stóð upp og settist síðan aftur á hækjurnar án þess að segja nokkuð. Varði leit á hann og sagði. „Langar þig til að taka í tromm- urnar stundarkorn, Dani ?“ Smók stökk á fætur og sagði: „Já, mér er sama þó ég geri það. Ef þú vilt, þá er bezt að ég taki í þær dálitla stund“. Og þegar Varði stóð upp, var Smók kominn eins og elding í stólinn hans og strax búinn að setja fótinn á fótafjölina og var farinn að dangla í litlu trommuna með vísifingr- inum. Hann leit niður í kjuðakörfuna, sem hékk öðru megin á stólnum hans Varða, tók sér tvo kjuða og bar þá saman. Því næst leit hann lyftum brúnum á Jeffa og Jeffi sagði: „Ég geri ráð fyrir, að þú viljir hafa það hægt?“ „Ojá“, sagði Smók. „Ef það á að verða gott, verður það að vera hægt“. Og Jeffi svaraði um hæl. „Sum- ir segja það gagnstæða. „Ef það á að verða gott, verður það vera hratt“. Þú vilt hafa það hægt til þess að þú getir tvíslegið, hve- nær sem þú vilt. Það er ekki hægt, heldur hratt". Hann sneri sér að Rikka, glotti og sagði: „Þetta er staðreynd. Hann vill, að allir aðrir leiki hægt, svo að hann geti leikið hratt sjálfur. Það er það eina, sem hann vill, karlskepnan, fá að rifa sig upp í tvíslátt í rólegu lagi. En hann gerir það rel“. Síðan sneri hann sér að Smók og sagði: „Jæja, allt í lagi, þú átt kostinn. Eigum við að spila „Ida?“ Og Smók tók fúslega undir á fótafjölina, einn, tveir, ofurhægt, einn, tveir. Hinir vissu, hvað klukkan sló, og' þeir byrjuðu á þessu lágværa, blíða lagi og gáfu Smók tækifæi'i til að fá eins mikið rúm með einleikinn eins og hann vildi. Smók hafði allt á sínu valdi lagið á enda. Hann sinnti ekki mikið litlu trommunni, hann gat leikið á litla trommu hvenær, sem hann vildi. Hann lék á bassatrommuna, hóglega og þó mjög skýrt, með ótal til- brigðum. Hann lék undir með fótafjölinni og fór í tvísláttinn á symbalinn, lék með annarri hendi, en hélt hinni um brúnina á symbalnum til stuðnings og til að deyfa tóninn. Hann gerði þessu svo góð skil, það duldist engum, og hljómsveitin lét hendur falla í góða stund og létu hann einan um verkið. Hann hélt áfram einhentum tví- slættinum og engar endurtekningar, allt sett og smellt. Hann lék á trommu á sama hátt og Bil! Robinson dansar, skortir aldrei nýjungar, lék lágt og skírt. Þegar þetta var á enda, sagði Jeffi: „Hvað sem öðru líður, hefur þú ekki bráðn- að á meðan þú varst í burtu“. Smók heyrði ekki hvað hann sagði, hann var að tala við Varða, svo að Jeffi sagði við Rikka. „Ef þessi þrjótur mundi hætta smádútli og fá sér almennilegar trommur, mundi ekki vera völ á betri manni að þessu starfi". „Ég veit það“, sagði Rikki. „En hann virðist aldrei geta markað sér spor“, hélt Jeffi áfram. „Hann er sí og æ hangandi heima við boltaleik með krökk- unum á götunni, eða bara að hangsa á rabbi við fólkið sitt, eða hreint og beint að slóra um bæinn. Hann tollir aldrei lengur en viku við neitt starf“. Hann sat enn og sló nóturnar og hnykkl- aði brýrnar á meðan hann talaði. „Ég vildi sannarlega, að eitthvað yrði til að ýta við honum. f hvert sinn sem ég heyri hann leika, sárnar mér, að hann skuli ekki gera neitt til þess að spjara sig. — Framh. 26 jazMaM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.