Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 18
ar orð og jafnvel heilar línur. Myndir eru tólf í heftinu og eru þær mjög óskýrar (sennilega illa prentaðar). Þrjár þeirra eru af Kristjáni Kristjánssyni og sú fjórða af honum og hljómsveit þeirri er hann var með í fyrravetur. P. s. Kristján valdi text- ana. — Um þessi sömu mánaðarmót var jazzþáttur útvarpsins lagður niður, og skilja fáir hvers vegna það var gert. Ég ætla ekki að skrifa um starfsemi Ríkis- útvarpsins, það er áreiðanlega sú krossgát- an, sem enginn fær ráðið. — Trausti Thor- berg guitarleikari, sem kunnur er fyrir leik sinn í K.K.-sextetinum og víðar, kom heim í lok október. Hann hafði verið í Dan- mörku í rúmt hálft ár. Ekki kveðst hann ætla að fást við hljóðfæraleik svo neinu nemi næstu mánuðina. — Eins og sagt var í síðasta blaði, þá er klarinetleikarinn Gunnar Egilson við nám í Englandi. Fréttapistlar frá honum munu birtast í næstu blöðum. — Róbert Þórðarson harm- onikuleikari, einn af kunnustu hljóðfæra- leikurum bæjarins, starfar nú við banka í Los Angeles og mun senda okkur frétta- bréf öðru hvoru. — Marinó Guðmundsson trompetleikari, er hættur í hljómsveit Bald- urs Kristjánssonar og kom Guðmundur Finnbjörnsson frá ísafirði í hans stað. Guð- mundur leikur jazz á fiðlu og er einnig með saxafón. — Nokkrir F.Í.H. dansleikir hafa verið haldnir undanfarið og heppnast vel að vanda. — Stjórn F.Í.H. virðist ekki gera sér neitt far um að framfylgja lög- um félagsins og sjá um að utanfélagsmenn vaði ekki í „bisness“ meðan félagsmenn sitia hiá. Það hefur jafnvel gengið svo langt, að utanfélagsmenn eru útvegandi formanni félaqs íslenzkra hljóðfæraleikara smá-„iobb“ öðru hvoru og taka okur kaup fyrir siálfa sig, en borga honum svo óskup hæversklega samkvæmt texta F.Í.H. Nei, eigi þetta félag að vera félag, sem ekki er hlegið og gert grín að, eins og nú standa sakir, verður að taka hlutina fastari tök- um. Takmarkið á að vera, að enginn leiki opinberlega, nema að hann sé félagsmaður eða, að hann greiði þau gjöld til félagsins, sem honum ber að greiða. — Fyrir nokkru var sýnd mynd í Austurbæjarbíó, hún var um hina þekktu hljóðfæraleikara, Jimmy og Tommy Dorsey. Margt þekktra jazzleik- ara, auk bræðranna, léku í myndinni. Trompetleikarinn Ziggy Elman, saxafón- leikarinn Charlie Barnet, píanistinn Art Tatum, trommuleikarinn Ray Bauduc og trommuleikararnir ungu, Karl Kiffe og Alvin Stoller, sá fyrri lék hjá Jimmy, en hinn hjá Tommy. Stuart Foster söngvarinn hjá Tommy, söng eitt lag og Bob Eberley og Helen O’Connel, sem bæði sungu hjá Jimmy fyrir nokkrum árum, sungu sitt lagið hvort. Myndin var aðeins sýnd í fjóra daga, sem von var, því hún var fremur bragðdauf, þótt mikið væri um góða krafta í henni. Of mikið kjaftæði, of lítil músik sögðu flestir, sem hana sáu. — Um það leyti, sem blaðið kemur út, verður undir- ritaður byrjaður að leika í hljómsveitinni í Mjólkurstöðinni á vibrafón (og xylafón á gömlu dönsunum). Hljóðfæraskipunin er þá, klarinet, guitar, vibrafónn, píanó, bassi og trommur. — S. G. V „Kveðja til „Farmannsins“. (Now is tlie hour). f kvöld þegar fleygið ber þig burt frá mér, bið ég að megi gæfan fylgja þér. Meðan oss skilja hafsins svölu sund, sælt er að eiga von um endurfund. Hvert sem þig aldan burtu frá mér ber, brennandi þrá og ást mín fylgja þér. Blærinn, sem stríkur blítt um þína lcinn, ber mína hjartans kveðju vinur minn. Agúst Böðvarsson. Hlusta á mig. („It’s a sin to tell a lie“). Hlusta á mig, heyr nú syng ég um þig, hlusta ljóð mitt ljúfa mey. Þú drottning drauma minna, dýrðarljós augna þinna. Elska mig yndislega mey, því án þín ég aleinn dey. Hlusta þú á mig, heyr nú syngja um þig, hér er ljóð mitt ljúfa mey. 18 JazMaM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.