Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 15

Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 15
En snúum okkur aftur að þróuninni. Frá sínu fyrsta formi, þróaðist jazzrhythminn líklega fyrir meðhöndlun hvítra manna, einmitt um það leyti, sem þeir tóku að ieika jazz, á þann hátt að áherzlubreyting- ar fóru að myndast. Hin fjögur slög í taktinum, sem fyrst höfðu verið leikin öll með nákvæmlega sömu áherzlunum, breytt- ust nú þannig, að annað og fjórða slag skiptu á milli sín aðaláherzlunum, en aftur urðu fyrsta og þriðja áherzluminni, algjör- lega þveröfugt við klassiska músik, sem hefur aðaláherzlurnar á fyrsta og þi'iðja, en léttari áherzlur á hinum tveim. Þessi nýi rhythmi er sá, sem við notum í jazz- músik í dag, og mun hann láta í eyrum okkar og meira „swingy" (afsakið slett- una), en sá gamli. Hljóðfæraskipun þess hluta hljómsveitar, sem sér um rhythma, hefur náttúrlega mjög mikil áhrif á gæði rhythmans. Það er ekki sama hvernig raðað er niður og hvaða rhythmahljóðfæri eru notuð. Fyrst var rhythminn í jazzhljómsveitinni aðal- lega byggður upp af píanói og trommum, þeim tveimur hljóðfærum, sem eru þar blátt áfram nauðsynleg. Síðan var bætt við banjói og bassahorni (,,túbu“) og var sú skipun tíð á tímabili jafna rhythmans. En þegar jazzmúsikin fór að taka breytingum vegna aukinnar getu hljóðfæraleikara, breyttist að ýmsu leyti bæði hljóðfæra- skipunin og stíllinn í heild. 1 rhythma- sveitinlni urðu breytingarnar þær, að í stað banjósins var tekinn inn guitar, sem þar er enn í dag ásamt kontrabassa í stað bassahornsins. A ótal plötur mætti benda, sem innihalda mjög góðan rhythma, en það er þýðingar- iaust að koma með plötulista hér, nema því aðeins að láta gjaldeyris- og innflutnings- leyfi fyrir plötum fylgja. Annars má benda á allflestar plötur með Count Basie og hljómsveit hans, sem dæmi um góðan rhythma, því að sú hljómsveit hefur jafn- vel fengið orð fyrir að hafa beztu rhythma- sveit, sem til er. Ég vi! enda með þessum sígildu orðum Ellingtons: ,,/t don’t mean á thing, if it ain’t got that swing“. Count Basie. Duke Ellington. JAZZ OG EKKIJAZZ Framh. af bls. 9. un Whitemans, sem svo glæsileg hafði ferð- ast í gullmáluðum eimreiðarvögnum til Kaliforníu. Kvikmyndin mistókst gersam- lega, að öðru leyti en þvi, að Mildred Bail- ey, Trumbauer, Rank og Andy Secrest báru hana uppi. Músik Paul Whitemans hafði aldrei eftir þetta þau áhrif, sem hún hafði gert á árunum 1927—28, enda þótt White- man hefði á að skipa stund og stund mönn- um eins og Jack og Charlie Teagarden, Red Norvo, Fud Livingston, Red McKenzie, Charlie LaVere, Johnny Mercer, Artie Drelinger, George Wettling, Miff Mole, Art Ryerson, Art Shapiro, Moe Zudecoff og Artie Miller. Whiteman mun um aldur og æfi halda áfram að vera „Jazzkóngurinn" í augum óteljandi leikmanna um heim allan. En þótt Whiteman sé fyrsta flokks tónlistar- maður og í'addsetjari, finnst honum hann ekki eiga lengur skilið þá kórónu, sem hann einu sinni langaði svo mikið til að bera. Á síðari árum hefur hupn verið kallaður „Prófasturinn í nútíma tónlist". Sú nafn- bót hæfir honum miklu betur en hin, sem hann notaði af óskammfeilni í tvo áratugi og hagnaðist á af því fólki, sem ekki virð- ist kunna á því skil, hvað er jazz og hvað ekki.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.