Jazzblaðið - 01.12.1948, Síða 19

Jazzblaðið - 01.12.1948, Síða 19
Leonard Feather: Upprennandi Jazz-stjörnur ★ STAN HASSELGARD Stan Hasselgard fæddist 4. október 1922 í Bo'.lnas í Svíþjóð. Hann ólst upp í Upp- sölum, þar sem hann fór í gagnfræðaskóla og lék þar í hljómsvelt skólans á klarinet. Stan fór fyrst að leggja eyrun að jazz- músik, þegar hann heyrði plötuna „I hope Gabriel likes my musik“, leikna af liljómsveit Gene Krupa og lék Benny Goodman klarinetleikari á plötunni. Stan varð fyrir miklum áhrifum frá Goodman og lék hans stíl í mörg ár. Hann lék fyrst inn á plötu árið 1942 með hljóm sveit Simon Brehm og héi lagið „Hallelujah" og síð- ar lék hann „Somebod; loves me“ og uppáhalds- lagið sitt „All the things you are“. Með sænskri „all-star“ hljóm- sveit, lék hann lögin „How high the moon“ og „Stomping at the Savoy“. Ennfremur lék hann inn á nokkrar fleiri plötur og seg- ir hann, að „Sweet Lorraine" og „Melan- choly baby“, sem hann lék með ameríska trombónleikaranum Tyree Glenn, séu einna helzt hlustandi á af þessu öllu. Þegar Stan kom til Bandaríkjanna líktist hann Good- man afar mikið í leik sínum, þ. e. a. s. Goodman frá árunurn 1930—-40. Hann lék í jam-session með Jack Teagarden hljóm- sveitinni og virtist vera hrifinn af Dixie- land jazz. I-Iljómsveit Dizzy Gillespie hreyf hann ekki. En það var nú fyrir ári síðan. Stan var t Columbia háskólanum í New York við nám í Hstsögu og ensku, en þegar pingjan tók að léttast hætti hann námi og keyröi vinur hans hann til Ilollywood. Þar kynntist hann guitarleikaranum Barney Kesscl. „Barney er stórkostlegur tónlistamaður“, sagði Stan, „og cg varð fyrir miklum áhrifum frá honum, og fékk ég smám saman áhuga fyrir nútíma jazz músik. Eg ákvað að gera hljóðfæra'.eik að at- vinnu minni og sótti um upptöku í hljóðfæraleik- arafélagið“. Stan lék inn á nokkrar plötur á vestur- ströndinni og lék Barney með á flestum þeirra og einnig vibrafónleikarinn Red Norvo og píanðiéik- xrinn Arnold Ross. Nokkr- jm vikum siðar, eða í febrúar, var Stan að leika í jam-session í nceturklúbb nokkrum og heyrði Benny Goodman í hon- um þar. Hann bauð Stan þegar stöðu í sextet þeim, sem hann var að stofna. Mað- ur getur svona rétt ímyndað sér hvort Stan hafi ekki þegið gott boð, þar sem Goodman hafði verið fyrirmynd hans jafn lengi og hann hafði hlustað á jazz músik. Goodman bætti við tenór-sax leikaranum Wardell Gray og flugu þeir síðan til austurstrand- arinnar í maí, þar sem viðbót var ráðinn í sextetinn. Þar sem Stan hafði aldrei ákveð- ið að gerast atvinnuhljóðfæraleikari, átti hann í dálitlum vandræðum með að lesa nótur í hljómsveitinni, en áhrif þau, sem hann varð fyrir frá be-bop leikurunum Barney og Wardell bættu stíl hans, sem var nokkuö á eftir nútímanum, til stórra rnuna Framh. á bls. 27. ^azzlfaU 19

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.