Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 25

Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 25
TROMPETLEIKARINN Framhaldssaga eftir Dorotliy Baker. Framh. Enn gekk flaskan í kring. Varði trommu- leikari ýtti henni að Jeffa, og Jeffi sagði: „Látið hana ganga“, og rétti hana að Rikka. Rikki hallaði flöskuna til málamynda, til merkis um að hann væri að drekka með þeim. „Þakkir", sagði hann við Jeffa, og end- urtók að hann léki ekki á píanó, að hann hefði byrjað að reyna að læra af sjálfum sér og hefði gengið sæmilega, en upp frá því hefði hann ekki haft aðgang að píanói. Steinstopp og engin leið að halda áfram. „Það var hart“, sagði Jeffi. „Kannski við gætum endurreist þig“. „O, ég veit ekki mikið um þetta“, sagði Rikki aftur. Eg var aðeins nýbyrjaður. Og ég var ekki heldur að leika jazz. Það voru einhver önnur lög“. „Klassisk?" sagði Jeffi. „Ég gat ekki séð heila brú í klassiskri músik. Ég heyrði hana • iðru hvoru leikna, en ég veit ekki hvcrnig það er, nema ég get ekki séð neitt við hana. Mér.finnst hún einskis virði. Það versta við hana er, að enginn klassik-leikari get- ur haldið takti. Ég var einu sinni að reyna að kenna klassikleikara að leika jazz, og ég segi ykkur það dagsatt, að hann ætlaöi hreint að gera mig vitlausan. Það bar eng- an árangur að segja honum til. Hann kærði sig aldeilis kollóttan um allt, sem ég sagði honum“. Jeffi talaði af. sannfæringu. Hann hafði setið og haldið á flöskunni í hendinni og talað svo alvarlega, að hann gleymdi að drekka úr henni, þangað til Hassi tók eftir því, að flaskan var ekki á ferðinni, og sagði: „Heyrðu, Jeffi! Hvað ertu með í hendinni?" Og þá rankaði Jeffi við sér og fékk sér einn lítinn og rétti frá sér flöskuna. Þá sneri hann sér aftur að efninu og sagði við Rikka. „Þú skalt samt ekki halda, að ég hafi sömu skoðun á þér. Ég meinti það ekki þannig, mér bara datt það í hug“. „Ég var ekki að leika klassik", sagði Rikki, „ég var bara að reyna að læra nót- urnar upp á eigin spýtur. Fjandinn hafi það, ég mundi ekki leika klassik. Ég mundi leika jazz“. Einhver sagði. „Jæja, eigum við að leika?“ Og aftur sneri Jeffi sér að Rikka og sagði. „Hvað á það að vera?“ Og Rikki valdi sér annað lagið. „Mundið þið vilja leika „Dead Man Blues“ allir samtaka eins og þið gerðuð á laugardagskvöldið?" „Dead Man“, sagði Jeffi og sló hælnum tvisvar í gólfið, einn, tveir, og það var ekki látið sitja við orðin tóm. Jeffi reið á vaðið og næst komu þrjú horn inn samtímis. Síðan lét Jeffi tromm- unum eftir rhythmann, og píanóið varð fjórða rödd, og upp frá því hélst hin furðu- legasta samhljóman þrátt fyrir að impro- viseringin kæmist í algleyming, allt féll í stuðla í samleiknum, enda þótt hver ein- stakur improvisei'aði eins og trylltur væri. Menn urðu alltilfinningaríkir og hver sælu- innblásturinn tók við af öðrum og skapaði kontra])únkt, sem flestir hefðu verið fúsir til að leggja eið út á, að væri saminn nótu fyrir nótu og skrifaður á hinn snyrtileg- asta handritspappír. En það var ekki því að heilsa. Hann spratt samstundis í höfð- um fjórmenninganna og fékk útrás í gegn- um þrjú horn og eitt píanó. Rikki, sem sat bassamegin við píanóið, mætti auga Smóks, sem rólaði sér á hækj- um öðrumegin við Varða trommuleikara. Smók kinkaði kolli ánægður, til staðfest- ingar, meinti, að það væri allt í lagi með þá, enda væri það ekki nýtt. Rikki lagði kollhúfur af auðmjúkri furðu, eins og hann 25

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.