Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 27

Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 27
Reglur fyrir myndagetrauninni á bls. 21. Myndirnar eru allar af þekktum amer- ískum hljóðfæraleikurum (ein er reyndar af söngkonu), sem skrifað hefur verið um í fyrri heftum blaðsins, og hafa myndir birzt af mörgum þeirra í blaðinu. Getraun- in skýrir sig sjálf, menn eiga að geta til um af hverjum myndirnar eru og skrifa nöfnin undir hverja mynd, og senda síðan blaðinu. (Senda verður síðuna úr blaðinu, en ekki aðeins nöfnin á lausu blaði). Síðan verður að vera komin í póst í síðasta lagi 31. desember. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir réttar ráðningar. Fyrstu verðlaun er eitt hundrað krónur og frír næsti árgang- ur biaðsins. Önnur verðlaun verða tveir aðgöngumiðar að hljómleikunum, sem haldnir verða í sambandi við kosningu hljóðfæraleikaranna. Þriðju verðlaun verða frír næsti árgangur blaðsins. Berist fleiri en ein rétt ráðning verður dregið um röð verðlaunanna. Reglur fyrir kosningunum um vinsælustu íslenzku hljóðfæraleikarana. Kosningaseð- illinn er á bls. 20. Atkvæðaseðillinn verður að vera kominn í póst eigi síðar en 31. desember. Atkvæði er aðeins tekið til greina, að þau séu skrifuð á atkvæðaseðil blaðsins. Iijósið aðeins þá hljóðfæraleikara eða hljómsveitir, sem þið hafið heyrt leika á þessu ári. Kjósa má sama manninn á fleira en eitt hljóðfæri. Kosið er aðeins um þá hljóðfæraleikara, sem leika dansmúsik. Enginn atkvæðaseðill er tekinn gildur nema að kjósandinn hafi skrifað nafn sitt neðst á hann. Þeir, sem ætla að gerast áskrifendur blaðsins, eru vinsamlegast beðnir að merkja við þar sem við á neðst á atkvæðaseðlinum. Úrslitin verða birt í næsta blaði og skömmu síðar munu verða haldnir opin- berir hljómleikar, þar sem sigurvegararnir í kosningunum munu leika. Hljómleikarnir verða á vegum blaðsins og verða aðeins einu sinni og ganga áskrifendur blaðsins fyrir með aðgöngumiða. Upprennandi jazzstjörnur Framli. af bls. 19. og svo að leika með fyrirmynd sinni Good- man, var ekki hvað þýðingarminnst. Stan og Mary Lou Williams píanóleikari ræddu oft um be-bop við Benny, og hann, sem ætíð hafði verið á móti be-bop var nú farinn að viðurkenna sumar af þeim hugmyndum, sem þar komu fram. Þegar hljómsveitin leystist upp, var Stan að hugsa um að stofna eigin hljómsveit, en hvað sem úr því verður, þá á hann áreiðanlega eftir að komast hátt í heimi jazzins, því hann er einn þeirra fáu, sem hafa hæfileika snill- ingsins. — (Lausl. þýtt). My happiness. Evenings shadows make me blue when each veary day is througt, how I long to be with you. My happiness. Every day I reminisce dreaming of your tender kiss always thinking how I miss My happiness. A million years it seems have gone by since we shared our dreams but I’ll hold you again. There ’ll be no blue memories then whether skies are gray or blue any place on earth will do just as long as I’m with you My happiness. Nature boy. There was a boy; A very strange, enchanted boy; They say he wandered very far, very far, over land and sea. A little shy, and sad of eye, but very wise was he. And then one day, a magic day he passed my way and while we spoke of many things, fools and kings, this he said to me: „The greatest thing, you’ll ever learn is just to love and be loved in return“. IzMaíiá 27

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.