Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 11
texta: „Hawaiian Paradise“ og „It’s Dream time“. Kveðja, Jón Ragnar. Svar. Því miður er ekki rúm í blaðinu til að birta þessa texta, þar sem svo margir hafa beðið um nýrri texta. En ef bréfritari vildi gjöra svo vel og senda okkur heim- ilisfang sitt, þá er okkur sönn ánægja að senda honum textana. Jassþátturinn. Þriðjudagskvöldið 26. okt. opnaði ég' fyrir útvarpið til að hlusta á jazzþáttinn. Ég var heldur seinn til að heyra inngangsorð Jóns Múla, en heyrði þó niðurlag þeifra, sem hljóðaði á þá leið, að þetta væri síðasti jazzþátturinn, þar sem útvarpsráð hefði ákveðið að legg'ja hann niður. Og- svei mér þá ef Jón var ekki klökkur, þegar hann s^ýrði frá þessu. Síð- an lék hann plötur með sinni uppáhalds hljómsveit Duke Ellington. Ætli það hafi verið nokkur staðar í heiminum, leiknar í jazzþætti hlutfallslega jafn margar Elling- ton plötur og hér. Öllu má ofbjóða). Þess- ar plötur með Duke voru ágætar. Platan sem saxafónleikarinn Johnny Hodges og trompetleikarinn Rex Stewai't skiptu á milli sín var mjög skemmtileg. Ef til vill hafa fleiri en ég tekið eftir því hvað Duke líkt- ist Fats Waller mikið í leik sínum á þess- ari plötu. Platan „Jumpin’ punkins" var nokkuð þunglamaleg. Jón hefði átt að geta þess, að þetta er ein hinna sárafáu platna með Duke hljómsveitinni, þar sem hinn ágæti trommuleikari Sonny Greer leikur sóló. Einnig hefði verið gaman að fá að vita hvort það var Rex Stewart eða Cootie Williams, sem lék trompetsólóna á plöt- unni „John Hardy’s wife“. Ekkert skil ég í þeirri ráðstöfun útvarpsráðs að leggja þennan þátt niður, því hann er vinsæll með- al unga fólksins, þó þeir sem eldri eru séu lítt hrifnir af honum. En ég veit að þeir gömlu setja ekki fyrir sig þó þátturinn sé, þar sem öll önnur dagskráratriði virðast eingöngu vera ætluð þeim. — Alex. Svar. Við erum á sama máli og Alex, út- varpsráð virðist hafa hlaupið yllilega á sig, þegar það lagði þennan þátt niður. Sumir segja, að þeir ætli að taka upp „víkivaka“ þátt í staðinn. Sennilega á það að vera þjóðlegra en jazzinn. En eru þeir ekki allt- af að hampa því, að útvarpið sé menning- arstofnun? Og er ekki sagt að listir séu göfgandi? Því þá að sniðganga hina yngstu list, jazztónlistina? Hæpið er að þeir geti svarað þessu án þess að roðna. I know that you know. Þar sem blaðið hefur nú tekið upp sérstaka opnu fyrir bréf frá lesendum, þá langar mig að bera fram nokkrar spurningar, sem ég vildi fá svarað ef hægt er. 1. Hefur Harry James leikið inn á plötur með Hampton „all-stai'“ hljómsveitum? 2. Hvenær lék Armstrong inn á plötuna „I can’t give anything“, og Hampton inn á plötuna „I’m in the moou for love“? 3. Hvað heitir píanóleikarinn á plötunni „Darktown strutters ball“ með Jimmy Dorsey hljómsveitinni? 4. Hvað heit- ir trombónleikarinn á plötunni „Wang wang blues“ með Goodman sextetinum? 5. Hvað heitir trommuleikarinn á Glenn Miller plöt- unni „Bugle call rag?“ Askrifandi. Svar. 1. Harry James hefur leikið eftir- farandi lög með Hampton: „Sho shiner’s drag“, „Muskrat ramble“, „Any time at all“ og' „I’m in the mood for love“. 2. 1929, 1938. 3. Freddy Slack. 4. Lou McGarity. 5. Maurice Purtill. jazzLUS 11

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.