Jazzblaðið - 01.04.1949, Blaðsíða 9
Fjórar heimasætiir. Til JazzblafSsins.
Við erum hérna i'jórar vinstúlkur,
sem lentmn í deilu um það, hvort dæg-
urlög teljist frekar til jazz eða klassiskr-
ar músikar. Við vorum mjög ósam-
inála um þetta og biðjum þig því vin-
samlegast að leysa deiluna og birta
svarið í blaðinu sem fyrst,
Með kæru þakklæti. Fjórar ósammála.
Svar. Bréfið barst blaðinu heldur
seint til að hægt yrði að svara því í síð-
asta blaði, en hér kemur nú svarið. Það
er allt undir meðferð laganna komið
hvort hægt er að kalla þau klassik eða
jazz. Tökum sem dæmi lagiö „Star dust“
sem flestir þekkja. í meðferð Coleman
Hawkins er það hundrað prósent jazz,
en vart er hægt að kalla það annað en
klassik þegar symfóníuhljómsveit
Andre Kostelanetz leikur það. Og sem
dægurlag og ekkert annað en það er
það þegar Guy Lombardo tekur til við
það.
Good. Til Jazzblaðsins. Ég þakka
greinina um Hampton í jólaheftinu og
t'ona um leið að sú næsta verði um
Teddy Wilson. Vinsamlegast svarið eft-
irfarandi spurningum: 1. Hverjir hafa
leikið með Goodinan sextetinum frá
uppliafi og þar til nú? 2. Á livaða liljóð-
færi leika: Bunny Berigan, Harry Gold
Joe Sullivan, Scott Henderson, Paul
Fenoulhet, Lou Preager og hverrar
þjóðar eru þeir?
Með fyrirfram þakkir.
Hermann Þórðarson.
Svar. 1. í Goodman sext. voru árið
1939 hann sjálfur á klarinet, Lionel
Hampton á vibrafón, Artie Bernstein
bassi, Charlie Christian guitar, Nick
Fatool trommur og Fletcher Henderson
píanó, og einnig á sama ári Count Basie
og Johnny Guarnieri á píanóið. 1940
var það svo Goodman, Cootie Williams
trompet, Georgie Auld tenór-sax, Christ-
ian guitar, Bernstein bassi, Harry Jeag^
er trommur og Basie píanó, Síðan tók
Kenny Kersey við af Basie og Jo Jones
af Jeager, og þá Guarnieri við af
Kersey og Dave Tough við af Jo. 1941
var það Goodman, Lou Mc Garrity
trombón, Mel Powell píanó, Tom Morg-
anelli guitar, Sid Weiss bassi og Ralph
Collier trommur. Næst var Goodman
með sextet 1945 og voru þá auk hans
Teddy Wilson píanó, Mike Bryan guitar,
Slam Stewart bassi, Morey Feld tromm-
ur og Red Norvo vibrafón. Mel Powell
tók svo við af Wilson. Næst var það
1947 og var það Goodman, Erni Fil-
ice harmonika, Harry Babasin bassi,
Tom Romersa trommur, A1 Hendrick-
son guitar og Jimmy Rowles píanó. í
þessum upptalningum er eingöngu átt
við sexteta þá, sem Goodman hefur ver-
ið með og leikið hafa inn á plötur. 2.
Bunny Berigan var bandarískur (hvít-
ur) trompetleikari. Hann dó 1943 og var
þá á sínum tíma sagður einhver fremsti
trompetleikarinn. Ein bezta platan
hans er ,,I can’t get started“. Harry
Gold er brezkur tenór-sax leikari, sem
undanfarin ár hefur verið með allgóða
,,Dixieland“-hljómsveit. Joe Sullivan er
bandarískur (hvítur) píanóleikari (Sjá
nánar um hann í greininni „52. stræti"
í 3. tbl. síðasta árgangs). Scott Hend-
erson, Lou Preager og Paul Fenoulet
eru allir brezkir og leika Scott og Lou
á píanó og Paul á saxafón.
fia'zLUií 9