Jazzblaðið - 01.04.1949, Blaðsíða 24

Jazzblaðið - 01.04.1949, Blaðsíða 24
Plötur. Nú hafa plötufyrirtækin í Bandaríkjunum sett á markaðinn nýja gerð hljómplatna. Það eru tólf tommu plötur (stærri gerð platna) sem hægt er að leika í 45 mínútur. Þetta þykir afar hentugt, sérstaklega þar sem stór klass- isk verk eru annars vegar, og þá engu að síður jazzmúsik. T. d. lék Woody Herman hljómsveitin „Sequence in jazz“ eftir útsetjarann Ralph Burns inn á eina slíka plötu. Sá galli fylgir þó þessu, að kaupa verður sérstakan grammófón til að leika plöturnar en plötufyrirtækin framleiða þá einnig, svo að þetta er að slá „tvær flugur í einu höggi“ hjá þeim. Charlie Barnet er nú með hljómsveit, sein gagnrýnendur telja sérstaklega góða og líkja jafnvel við hljómsveit Woody Herman. Helztu menn hljóm- sveitarinnar eru trompetleikararnir Lamar Wright og Doc Severenson, bassaleikarinn Safranski, trommuleikar- inn Cliff Leemann og trombónleikarinn Dick Kenney, ásamt baritón-saxafón- lcikaranum Danny Bank. Róbert Þórðars. skrif- ar frá Los Angeles. Duke Ellington hélt hljómleika í Holly- wood um mánaðamót- in jan.—febr. A1 Hibbl- er söngvari hljómsveit- arinnar vakti mesta hrifningu meðal áheyrenda sem voru nokkur þúsund. Einnig vöktu þeir Ben Webster tenór-saxafónleikari og Jimmy Hamilton klarinettleikari athygli með Be-bop leik sínum. Hinn nýi ungi bassa- leikari hljómsveitarinnar Wendell Mars- hall reynist afar góður og má mikils vænta af honum í framtíðinni. — Ný ágæt kvikmynd er komin á markaðinn og heitir hún eftir lagi Louis Jordan „Look or sister“. Jordan hljómsveitin, sem skipuð er sjö mönnum leikur mörg lög i myndinni. — Mary Kaye tríóið hefur leikið undanfarið á vesturströnd- inni og vakið mikla eftirtekt. Mary leik- ur á guitar, bróðir hennar á bassa og sá þriðji i tríóinu leikur á píanó. •— Kveðja. Róbert. Hitt og þetta. Don Lamond trommu- leikari er fyrir stuttu hættur hjá Woody Herman og fór til Harry James. Verið getur að Shadow Wilson taki sæti hans hjá Woody. — Earl Hines píanó- leikari, sem um skeið hefur leikið í hljómsveit Louis Armstrong, er að hugsa um að stofna eigin hljómsveit. — Ray Eberley hefur lagt niður hljóm- sveit sína. Hann ætlar að halda áfram sem sjálfstæður söngvari. — Ray Ant- hony trompetleikari hefur nýlega end- urskipulagt hljómsveit sína og er hún nú mjög góð. — Tex Beneke hefur nú lagt niður fiðlurnar í hljómsveit sinni. Of kostnaðarsamar. Hann segist ætla að reyna að gera hljómsveitina ennþá líkari gömlu Glenn Miller hljómsveit- inni en verið hefur. Hann og Paul Tann- er trombónleikari eru þeir einu, sem eft- ir eru af upprunalegu hljómsveitinni síðan Glenn féll frá fyrir nokkrum árum. — Gene Morris heitir núver- andi tenór-saxafón sólóisti Lionel Hampton hljómsveitarinnar. — King Cole tríóið heitir fyrst um sinn King Cole quartettinn, því fyrrverandi Stan Kenton bongo-trommuleikari Jack Co- 24 $c,

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.