Jazzblaðið - 01.04.1949, Síða 14

Jazzblaðið - 01.04.1949, Síða 14
fyrir Duke í mörg ár hefur samið og útsett margt með honum, svo sem „theme song“, eða kveðjulag hljóm- sveitarinnar „Take the A train“. Auk áður getinna manna hafa leikið með Cootie Williams. Duke snillingar eins og Jimmy Blanton, Rex Stewart, Ben Webster, Taft Jordan og Oscar Pettiford. Dizzy Gillespie lék þar meðal annars í nokkra mánuði. Núna eru t. d. með Duke hinn ágæti klarinetleikari Jimmy Hamilton, sem tók við af Bigard 1943. A1 Sears tenór- saxafónleikari er þar nú og einnig Webster ásamt trombónleikaranum Tyree Glenn að ógleymdum Brown. Duke er tvímælalaust frægasti sonur jazzins, sem betur fer er hann ekki nema fimmtíu ára svo að jazzleikarar og jazzunnendur um heim allan eiga á- reiðanlega eftir að heyra margt gott Lawrance Brown. frá honum í framtíðinni. Hann er út- setjari með afbrigðum. Segja má, að hann hugsi í hljómsveitarformi, og pí- anóleikur hans ber meiri keim af hljóm- sveitar en píanóverki. Hljómsveitar- stjóri er Ellington eins góður og þeir framast geta orðið, píanóleikari ekki hvað síztur og að lokum eitthvert fremsta tónskáld Bandaríkjanna. S. G. Eftirfarandi textar hafa blaðinu verið sendir frá ísafirði: UNA Lag: Put another chair at the table. Una, þú ert von minna vona, Una, mér ert kær, kysstu mig. Una þér ég ann, hjarta mitt það brann er ástina ég fann heltaka mig. Una, viltu verða mín kona? Una, komdu nær, ég elska þig. Arnar. AÐ GEFA ÞÉR GÆTUR Lag: Four Ieaf clover. Að gefa þér gætur, um niðdimmar nætur, í næði’ er svo notalegt, og eiga sér unnustu einlægan vin ó, hve við eigum gott elskan mín. Ó, meyja þú lætur, mig hafa á þér mætur, mundi þér finnast það frekt, að gefa þér gætur um niðdimmar nætur, í næði er svo notalegt. Arnar. 14 $a»tíah&

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.