Jazzblaðið - 01.04.1949, Page 18

Jazzblaðið - 01.04.1949, Page 18
Jazzhljó mleikarnir Kristján Kristjánsson hljómsveitar- stjóri efndi til jazzhljómleika í Austur- bæjarbíó, sunnudaginn 3 .april við ágæta aðsókn. Komu þar fram, undir hans stjórn, 3 hljómsveitir, 8 manna, 12 manna og 16 manna, skipaðar hinum beztu mönnum, ásamt 2 söngvurum, Hauk Morthens og Hjördísi Ström. Hljómleikarnir hófust með leik 12 manna hljómsveitarinnar. Það, sem fyrst og fremst var áberandi hjá þess- ari hljómsveit, var ósamhæfni trompet- anna. Virtist sem þeir hefðu aldrei sam- æft, og voru að bíða hver eftir öðrum að blása út tóninum og síðan dempaði hver eftir sínu höfði. En þetta er atriði, sem hljómsveitarstjórinn hefði átt hægt með að laga. Bezta lagið, og um leið bezt spilaða einleikslagið á hljómleikunum, var ,,Jalousie“, sem var leikið af Vilhjálmi Guðjónssyni á klarinett. Er óhætt að segja, að Vilhjálmur hafi unnið stóran sigur, með þessu lagi. Vilhjálmur er þroskaður músíkant, sem veit hvað hann er að gera, enda fylgist þar að ágætur tónn og mikil teknik. Næst kom fram 8 manna hljómsveit, og virtist sú hljómsveit einna bezt æfð. Eyþór Þorláksson átti að taka sóló í laginu „Strange mood“ en sú sóló varð óheyranleg, nema fyrstu tónarnir, vegna skakkrar innkomu Baldurs Kristjáns- sonar, sem spilaði á píanóið, og eyði- lagði hann þar með sólóna. Er þetta slæmt af vönum og ágætum píanista, en hljómsveitarstjórinn virtist þó eng- an áhuga hafa á því, að lagið yrði eins og það átti að vera, og hefði þó verið full ástæða til þess að „slá af“ og byrja aftur. Bezta lagið var „Paper moon“, sem var prýðilega spilað. Sólóar hvíldu mjög á Gunnari Ormslev, enda er hann ágæt- ur sólóisti og getur maður fyrirgefið honum, þó að tónninn sé ekki fallegur vegna ágætra „improviseringa“. Björn R. virtist ekki kunna vel við sig þarna, og voru sólóar hans ekki eins góðar og oft áður. Síðast á dagskránni var svo 16 manna dægurlagahljómsveit og með henni sungu þau Haukur og Hjördís. Hljóm- sveit þessi var vægast sagt mjög léleg, þó að útsetningarnar væru góðar, enda var hún fölsk á ýmsum stöðum. Söngur Hauks var í þetta skipti í daufasta lagi, enda virtist hann ekki kunna text- ana vel. Annars hefur hann laglega rödd, en má gæta sín að pressa ekki í söngnum, sérstaklega á háu tónunum, þá hættir honum til að verða fláum. Einnig ætti Haukur að hafa það hug- fast, að hugsa um sönginn, aðallega, en ekki um að stjórna hljómsveitinni líka, það átti Kristján Kristjánsson að sjá um. Söngur Hjördísar var mis- heppnaður, annað hvort af kunnáttu- leysi eða of lítilli æfingu. Innkoma hennar í lögin, virtist henni erfið, og átti hún bágt með að hitta á réttan tón, t. d. í „Prisoner of love“. Einnig vantar 18 y.zlLM

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.