Jazzblaðið - 01.04.1949, Blaðsíða 15

Jazzblaðið - 01.04.1949, Blaðsíða 15
Harmonikusíðan Blaðið ætlar að taka upp þá nýbreytni, að hafa sérstaka harmonikusíðu, oj; verður hún eins oft os við verður komið. Jóhannes Jóhannesson, harmoniku- viðgerðarmaður, hefur fundið upp nýja gerð af harmonikum, eða réttara sagt nýtt hægra borð á harmoniku. Það er þreföld hnapparöð, sjá meðfylgjandi mynd. Jóhannes er einn af þekkt- ari harmonikuleikurum landsins. Hann var t. d. einn af stofnendum Harmoniku- félagsins á sínum tíma. Hann fór að leika á harmoniku sex ára gamall og innan við fermingu var hann farinn að leika á dansleikjum. Hann lék á hnappa- harmoniku en var hálfóánægður með hana. Honum fundust hnapparnir of margbrotnir og fannst hann aldrei geta náð nógu valdi yfir þeim. Hann langaði til að læra á harmoniku með píanóborði, en fannst það of erfitt, þar sem aðeins var hægt að nota eina fingrasetningu við hverja tóntegund. Nú vildi hann auðvelda þetta eitthvað og hugsaði um málið vel og lengi, en lét ekki verða úr að hrynda hugmyndinni í fram- kvæmd fyrr en í vetur. Borðið byggist á heiltónabilum og er sama fingrasetning í öllum tóntegund- um, sem Jóhannes telur höfuðkostinn. Innsta röðin er nokkurs konar hjálpar- röð til að auðvelda fingrasetninguna ennþá meira. Borðið og fingrasetning þess er ólík bæði hnappa- og píanóharmonikunum, en þó er C-dúr á píanóharmoniku ekki ósvipaöur og sama tónteg. á borði Jó- hannesar (og þá auðvitað allar aðrar tóntegundir, aðeins að færa sig upp eða niður eftir tóntegundum á borði Jó- hannesar). Hann segist ekki vita, hvernig þetta reynist, en er að hugsa um að æfa sig svolítið á hljóðfærið og nota það þar sem hann leikur. Jóhannes hætti alveg að leika opin- berlega 1939—'40 og hefur aðeins unn- ið að harmonikuviðgerðum síðan. En 1947 byrjaði hann aftur og leikur nú um helgar og verður hann kannski kom- inn með nýja hljóðfærið í notkun innan skamms. $aiIlUd 15

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.