Jazzblaðið - 01.04.1949, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.04.1949, Blaðsíða 11
ekkert slæm. Píanósólóar Baldurs voru eitt með því betra á hljómleikunum og hinn svokallaði einleikur Eyþórs á bass- ann var ágætur. Með því að snúa hljóð- færinu inn á sviðið, en ekki fram í sal- inn eyðilagði hann fyrir sjálfum sér, því að það heyrðst allt of lítið í honum. Útsetningar hljf|msveitarinnar voru eins og úr sitt hverri áttinni og flestar lélegar, sem sennilega varð þess vald- andi að hljómsveitin naut sín ekki sem skildi. Þegar hin eina ágæta útsetning kom, sem var „Eager Beaver“, var eins og önnur hljómsveit hefði verið sett á sviðið. Saxafónarnir voru hreinasta af- bragð, trombóninn skínandi og jafnvel trompetarnir reyndu að vera með. Ég varð fyrir vonbrigðum með átta manna hljómsveitina. Þessu hafði verið lýst svo stórkostlega fyrir mér. Fyrsta flokks Be-bop útsetningar, margra vikna æfingar og ég man ekki hvað og hvað. Hljómsveitin var svo sem ágæt, því held ég fast fram, en hvað var með allar sólóar, því voru þær ekki með? Eru ekki litlar hljómsveitir einmitt byggöar upp á þeim? Og Be-bop hljómsveit án sólóa, það er svona álíka og blaðlaus hnífur með engu skafti. Gunnar Orms- lev lék þarna við og við nokkurra takta sóló, sem vart er hægt að telja með. Hér naut Eyþór sín mun betur með bassann, en var þó ekki allskostar með í þessum eltingaleik. Guðmundur trommmuleikari hefði átt að leggja frá sér nóturnar og nota aðeins „beina- grindina“ úr þeim, en koma svo með „fill in“ og áherzlur og nota bassa- trommuna miklu betur. Hann lék rétt- ara sagt of mikið swing til að eiga heima í þessu Be-bop-bandi. En nú voru útsetningarnar lítið meira en swing útsett í Be-bop svo að Guðmund- ur hefur kannski eftir allt saman gert hið eina rétta. Stóra hljómsveitin lék aðeins undir söngnum að undanskildu laginu ,,Dream“, þar sem Björn lék trombón- sóló, og var heldur lágur, falskur. Fyrri hluti hljómleikanna hafði farið sæmilega fram, en nú var eins og allt færi í hund og kött. Hljómsveitin var eins og stjórnlaust skip á reki 1 ofsa- veðri. Við og við heyrðist harmakvein í vindinum, það voru falskar fiðlurnar. Skipshöfnin hafði auðsjáanlega gert uppreisn um borð og allt logaði í óeirö- um. Skipstjórinn veifaði höndum til himins og bað þess að kraftaverk skeði og þessum hörmungum létti, en ekkert skeði og skútan sigldi í strand og var ekki einu sinni reynt með lófaklappi að ná henni út aftur. Hjördís Ström reyndi að syngja með aðstoð umræddrar hljómsveitar, en var auðsjáanlega lítt æfð og fórst henni ennþá verr en hljómsveitinni. Haukur söng mun öruggara, en var mjög ólíkur sjálfum sér frá því sem mað- ur hefur heyrt hann áður. Hann hélt á lögunum, eða textunum í hendinni, sem var frámunalega óviðfelldið, það getur hver sem er lært nokkur erindi, sérstaklega ef þau eru á ensku, því kunni maður eitt þá kann maður þau öll, svo eru þau lík. Enn hefur honum ekki tekizt að yfirstíga sinn versta galla: Slæmur framburður á enskum textum. Hann og Hjördís hálfsnéru bak- inu í áheyrendur, sem var óþarfi, því þau eru bæði nógu snoppufríð til að snúa að þeim, er á þau horfa og hlusta. S. G. U

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.