Jazzblaðið - 01.04.1949, Qupperneq 7

Jazzblaðið - 01.04.1949, Qupperneq 7
kiarinet, en á klarinet lærði hann 1934 hjá Þjóðverja, er kom hingað til að kenna á hljóðfæri. Árið 1936 byrjaði hann svo að leika að Hótel Borg, þar sem hann hefur leikiö að mestu síðan, í hinum ýmsu hljómsveitum, er þar hafa verið. En síðastliðið haust hætti hann þar og réðist í hljómsveit Baldurs Kristjánssonar í Tjarnarcafé. Eins og áður er greint frá, fór Vil- hjálmur til Þýzkalands 1931 til að læra á saxafón og mun hann hafa verið fyrsti Islendingurinn, sem lærði erlendis á það hljóðfæri. 1938 fór Vilhjálmur til Dan- merkur ásamt Sveini Ólafssyni, aðallega til að kynnast dönsku hljómlistarlífi. Dvöldust þeir fyrst í Kaupmannahöfn í nokkra mánuði, en komust svo til Randes á Jótlandi, þar sem þeir réðu sig í hljómsveit Anker Poulsen, og léku þar í tvo mánuði, en héldu svo heim til Islands. Árið 1945 fór Vilhjálmur í þriðju utanlandsferð sína, en nú fór hann til Bandaríkjanna til að fullnema sig í klarinetleik. Var hann í „Chicago Conservatory of Music“ í Chicago, þar sem hann stundaði nám í átta mánuði. Á þessum tíma gafst honum kostur á að hlusta á flestar beztu Jazzhljómsveit- ir í U. S. A. svo sem Woody Herman, Lionel Hampton, Benny Goodman og margar fleiri hljómsveitir. Þegar Vil- hjálmur kom heim hóf hann kennslu á klarinet við Tónlistarskólann, þar sem hann hefur kennt miklum fjölda af nemendum síðan. Samferða honum frá Bandaríkjunum var Einar B. Waage, en hann hafði stundað þar nám í kontra- bassaleik. Héldu þeir hljómleika saman í Gamla Bíó eftir heimkomuna á veg- um Tónlistarfélagsins, og léku þar, auk þeirra, Björn Ólafsson, Þorvaldur Stein- grímsson, Sveinn Ólafsson og dr. Edel- stein. Hlaut Vilhjálmur mjög góða dóma hjá gagnrýnendum fyrir leik sinn á hljómleikunum. Vilhjálmur hefur leikið mikið klassiska músik. I Sym- fóníuhljómsveitinni hefur hann alltaf leikið, í Útvarpshljómsveitinni hefur hann leikið síðan 1942 og einnig lék hann í Lúðrasveit Reykjavíkur um langt árabil. í kosningum Jazzblaðsins um vin- sældir íslenzkra hljóðfæraleikara var Vilhjálmur kosinn vinsælasti altó-saxó- fónleikarinn, og undraði það engan, sem heyrt hefur hann leika á altinn. Aftur á móti urðu það nokkrum vonbrigði, að hann skyldi ekki einnig hljóta fyrsta sætið fyrir klarinetleik sinn, en hann hlaut nokkrum atkvæðum minna en Gunnar Egilson. Sem jazzhljóðfæraleik- ari á Vilhjálmur fáa jafningja hér á landi, enda prýða hann allir kostir góðs hljóðfæraleikara, mikil tækni á hljóð- færin og frábær tónn, auk hinna miklu hljómlistarhæfileika hans. H. S. 7

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.