Jazzblaðið - 01.04.1949, Qupperneq 10

Jazzblaðið - 01.04.1949, Qupperneq 10
JAZZ-HL JÓMLEIKAR KRISTJÁNS kristjánssonar Sunnudaginn 3. apríl voru hljómleik- ar þessir haldnir í Austurbæjarbíó kl. 1.15. Þarna komu fram þrjár hljómsveitir, 16, 12 og 8 manna, allar undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar. Þau Hjördís Ström og Iíaukur Morthens sungu með 16 manna hljómsveitinni. í 16 manna hljómsveitinni léku þeir Jónas Dagbjartsson, Höskuldur Þór- hallsson og John Kleif trompeta. Björn R. Einarsson trombón, Vilhjálmur Guð- jónsson og Kristján Kristjánsson alto- saxófóna og klarinet. Gunnar Ormslev tenór og klarinet og Einar B. Waage tenór. Baldur Kristjánsson píanó. Guð- mundur R. Einarsson trommur. Eyþór Þorláksson bassa. Þórir Jónsson, Skafti Sigþórsson, Snorri Þorvaldsson og Ingv- ar Jónasson fiðlur. Jóhannes Eggerts- son cello. 1 tólf manna hljómsveitinni fór Skafti yfir á bariton-sax, Þórir yfir á tenór og þeir Ingvar, Snorri, Jóhann- es og Einar B. Waage gengu úr. í átta manna hljómsveitinni gengu þeir John, Höskuldur, Þórir og Vilhjálmur úr. Tólf manna hljómsveitin byrjaði og lék hún alls fimm lög, fyrir utan kynn- ingarlagið „Lover“. í hljómsveitinni voru trompetarnir hvað lakastir, svo ósamtaka sem mest mátti vera. Jónas lék allar sólóar og var hann góðum á köflum en þó átti hann erfitt með að fara upp í sólóum. Lagið „Bishops blues“ var hans einleiks lag og lék hann þar æði mikla „cadenzu" í enda lagsins, sem sennilega hefur verið tekin rétt nótu fyrir nótu, en eins vélrænt og mest mátti vera. Það var ekki til nein hrynj- andi eða tilfinning, sem þó var svo auð- velt að hafa, þvi samkvæmt nótunum var honum í sjálfsvald sett hvernig hann hefði þetta. Saxafónarnir voru éinnig afar slæmir, ekki nokkur fylling til. Hugsið ykkur hvað hægt er að gera með hvorki meira né minna en fimm saxafónum. Vilhjálmur lék fyrsta saxa- fón og nokkrar sólóar. Tónn hans og tækni er eins fullkomið og það framast verður á kosið. Sennilega hefur þetta verið lítið æft, því lítið hafðist úr þessum fimm fónum. Ormslev lék allmikiö af prýðilegum sólóum, en í section átti hann ekki heima, þar var tónn hans of rifinn og samlagaðist illa hinum. Vilhjálmur lék klarineteinleik í hinum gamla, góða, danska tangó ,,Jalousie“ sem var þarna í ágætri swing útsetningu. Vilhjálmur stóð sig snilldarlega og var klappaður fram á eftir. Eina framklappið á hljóm- leikunum, enda var leikur hans eitt af beztu atriðum hljómleikanna. Trombónleikur Björns var sæmilegur með sveitinni, þó var eins og hann fyndi ekki sjálfan sig. Sólóar hans voru flest- ar misheppnaðar að undanskilinni þeirri í laginu „Laura“, sem sýndi vel hinn fágaða tón hans á hljóðfærið. Rhythma-sectionin var ósköp hæ- versk, ekkert framúrskarandi, en heldur 10

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.