Jazzblaðið - 01.04.1949, Síða 13

Jazzblaðið - 01.04.1949, Síða 13
ekki taka nógu mikió tillit til útsetning- anna og vildi bæta þar inn eigin hug- myndum. Áfram hélt hann með sína litlu hljómsveit og fóru þeir til New York 1923 en fengu lítið að gera og snéru við. Ári síöar fóru þeir aftur og Sonny Greer. voru nú fastráðnir á „Kentucky klúbb- inn“ á Broadway og má eiginlega segja að hljómsveitin eigi nú tuttugu og fimm ára afmæli, þar sem þetta var fyrsti þekkti staðurinn sem þeir léku í, og um leið fyrsta fasta staðan þeirra. Iiljómsv. lék þarna í þrjú ár og vakti talsveröa athygli, þeir byrjuðu að leika á plötur 1926 og þá eingöngu lög sam- in og útsett af Duke. Árið 1927 mark- aði stórt spor í sögu Ellington. Hljóm- sveitin var ráðin í hinn fræga „Cotton klúbb“ og var hún stækkuð um leið. Frá þessum degi hefur ferill Duke Ellington verið samfelldur frægðarferill, hljóm- sveitin lék þarna í þrjú ár og síðan hefur hann ferðazt með hana til Evrópu, þeir hafa komið fram í mörgum kvik- iviyndum, leikið inn á þúsundir platna og komið fram í útvarpinu óteljandi sinnum. Ég geri ráð fyrir að marga langi til að vita hverjir léku með Duke í hans fyrstu stóru hljómsveit, Síðasta árið sem þeir voru á „Cotton klúbbnum“ var skipunin þessi: Duke Ellington píanó, Cootie Williams, Arthur Whetsel og Freddy Jenkins trompetar, Joe (Tricky Sam) Nanton, Lawrence Brown og Juan Tizol trombónar, Otto Hard- wick og Johnny Hodges altóar, Barney Bigard klarinet, Harry Carney baritónn, Sonny Greer trommur, Wellman Braud bassi og Fred Guy banjó (síðar guitar). Hljómsveitin hefur verið mikið til ó- breytt frá því fyrsta nema hvað hún hefur stækkað. Þó hafa orðið nokkrar breytingar síðari árin, en þær breyting- ar hafa gert hljómsveitina enn betri en hún áður hefur verið og leikur enginn vafi á að Duke Ellington hefur í mörg undanfarin ár stjórnað beztu jazz- hljómsveit heimsins. Ein höfuðástæðan fyrir gæðum hljómsveitarinnar er ein- mitt að sömu mennirnir hafa verið í henni ár eftir ár. Duke tókst ekki ein- ungis að velja jazzleikara að sínu skapi heldur og um leið menn með svipaða skapgerð og hann. Samvinna hefur þess Harry Carney. vegna alltaf verið hin bezta innan hljóm- sveitarinnar. Mörg laga hans eru sam- in í félagi við mennina og útsett í fé- lagi. Billy Strayhorn, sem útsett hefur 'faMii 13

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.