Jazzblaðið - 01.07.1949, Qupperneq 5

Jazzblaðið - 01.07.1949, Qupperneq 5
sveit sína í Chicago, sendi hann eftir Louis til að koma og leika annan trompet í hljómsveit sinni. Louis tók stöðunni himinlifandi, en brátt leiddist honum að leika engar sólóar, þar sem og þegar var farið að heyrast, að hann væri orðinn betri en Oliver sjálfur. Hann réðst því til Fletcher Henderson, en var þar heldur ekki lengi og lék í ýmsum hljómsveitum til 1929, en þá stofnaði hann eigin hljóm. sveit. Þrisvar sinnum hefur hann farið til Evrópu með hljómsveit sína (síðast í fyrra) og alltaf verið tekið sem sönnum „konungi". Hann hefur leikið í mörgum kvikmyndum og plötur hans eru ótelj- andi. „West end blues“, sem liann lék inn á 1924 er álitin bezta jazzplata, sem til er. Bunny Berigan er hvitur trompetleik- ari, sem frægð hefur hlotið. Hann var aðeins 35 ára gamall, þegar hann dó, árið 1943, þegar hljómsveit hans var að ná frægð eftir langa og stranga bar- áttu. Bunny byrjaði með fiðlu, en tók svo fyrir trompetinn. Hal Kemp stjórn- aði fyrstu hljómsveitinni, sem hann lék í, og síðan var hann í hljómsveit Dorsey bræðra, Benny Goodman og Tommy Dorsey. Hann lék inn á plötur með öllum þessum hljómsveitum og eins með söng- konunni Mildred Bailey. „I can’t get started” með hans eigin hljómsveit er hans bezta plata og um leið ein af tíu beztu jazzplötum, er gerðar hafa verið. „Song of India“ með T. Dorsey og „Blues in E flat“ með Red Norvo eru aðrar tvær plötur, sem gefa gott dæmi um hinn fág- aða leik Bunny. Cootie Williams hefur jafnan verið tal- inn í hópi beztu trompetleikaranna. Hann fæddist árið 1908 og var 14 ára gamall, þegar hann byrjaði fyrst að leika á hljóð- færi, og valdi hann sér trommur. Hann lærði á trompet nokkru síðar og byrjaði að leika opinberlega 1925. Lék hann með nokkrum hljómsveitum, áður en hann réðst til Duke Ellington 1929, þar sem hann var til 1940. Þá fór hann til Benny Goodman og var hjá honum í eitt ár, en byrjaði þá með eigin hljómsveit, sem enn hefur ekki náð þeirri frægð sem skyldi. Þekktastur varð Cootie fyrir leik sinn hjá Ellington og var hann aðalein- leikari hljómsveitarinnar þau ár, sem hann var þar. Frægastur varð hann fyrir „crawl“ sitt á trompetinn, en það lærði hann af Bubber Miley, sem lék hjá Duke og er sagður fyrstur til að leika „crawl”. (Bubber dó 1930). Bix Beiderbecke. Louis Armatrong. Bunny Berignn.

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.