Jazzblaðið - 01.07.1949, Page 21

Jazzblaðið - 01.07.1949, Page 21
tekning frá reglunni (þeim flokki tel ég m. a. Benny Goodman tilheyra). Af hræðilegri vanþekkingu á því, hve notkun guitarsins gæti verið áhrifamikil, hafa flestir hljómsveitarstjórar aðeins áhuga fyrir þeim guitarleikurum, sem einnig leika á fiðlu, geta útsett eða kom- ið fram með grínþætti. Það, að guitar- leikarinn geti laðað út úr hljóðfæri sínu eitthvað, sem talizt getur til listar, virð- ist mönnum ótrúlegt. Jafnvel útsetjararnir virðast ekki hafa getað notfært sér guitarinn út í æsar — eða hafa þeir kannske aldrei reynt það? En nú virðist vera að rofa til og bjart. ari framtíð blasa við þeim, sem lagt hafa fyrir sig guitarleik. Það ber að þakka rafmagnsguitarnum og þeim möguleik- um, sem hann færir með sér. Meðal þeirra, sem fyrstir notuðu raf- magnsáhöld við guitarinn, var Allan Re- uss. í fjölda ára höfðu hljómlistarmenn vitað um hæfileika hans á hljóðfærið, en eyru hlustenda höfðu aldrei numið hina fínlegu „teknik“ hans og fjölbreytni í leik, einfaldlega vegna þess, að svo sorg- lega lítið heyrðist í hljóðfærinu. Þessu, sem svo mörgu öðru, bætti rafmagnið úr. Nýlega lék Reuss inn á plötuna Pick- in’ for Patsy (Brunswick) með hljóm- sveit trombónleikarans Jack Teagardens. Lagið var eftir Reuss sjálfan og platan sýndi greinilega fram á ótvíræða mögu- leika sem rafmagnsguitarinn hefur á því að vera notaður sem sólóhljóðfæri. 1 vor, sem leið, vakti 17 ára gamall Chicagobúi, Georgie Barnes, fádæma at- hygli í danshúsi einu þar í borg fyrir leik sinn á rafmagnsguitar, sem hann hafði þá fyrir skömmu tekið að leika á. Nú telst hann til helztu hljómlistar- manna útvarpsfélagsins NBC, Einu ári áður var hann óþekktur hljómsveitar- stjóri, sem átti fullt í fangi með að út- vega sér og hljómsveit sinni laugardags. atvinnu. Ekki má gleyma hinum mikilhæfa guitarleikara, Floyd Smith, sem leikið hefur með hljómsveit Andy Kirks. Fyrir leik sinn á plötunni Floyd’s Guitar Blues hefur hann hlotið viðurkenningu sem einn bezti núverandi guitarleikarinn, en allt ber þetta að þakka rafmagnsguit- arnum. Eg held, að það sé varla nauðsynlegt að taka fram, að það er einmitt raf- magnstækjum mínum að þakka, hve ég hef undanfarið „slegið í gegn“, ef svo mætti segja. Nokkrum vikum áður en ég byrjaði að leika með Goodman, var ég minni háttar guitarleikari í Okla- homa, og í fremur slæmu áliti þar. Og þó fannst mér spilamennskan í þá daga margfalt erfiaðari en mér finnst nú. Guitarleikarar! Rísið upp úr deyfð þessari og niðurlægingu, allir sem einn. Eg veit, og við vitum allir, að þið leikið allt of vel til að sóa því fyrir svo lítið. Nú er tækifæri til þess að fá hljóðfærið hafið upp til jafnrar virðingar við hin — ekki aðeins 1 augum skammsýnna hljómsveitarstjóra, heldur einnig í aug- um hlustendaskarans. Grípið því gæsina meðan hún gefst og látið ekki ykkar eft- ir liggja. Æfið einleika, bæði á einn streng og alla sex og sparið um leið saman nokkrar krónur fyrir rafmagns- áhöldum. Leikið síðan áfram á guitarinn eins og á að leika á hann. Á þann hátt mun einn góðan veðurdag nást takmark okkar, að guitarinn verður metinn til fulls. Þýtt af Ölafi G. Þórhallssyni.

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.