Jazzblaðið - 01.10.1949, Qupperneq 11

Jazzblaðið - 01.10.1949, Qupperneq 11
því að hann tók við. Með honum eru nú Sveinn Ólafsson tenór-saxafón, Jóhann- es Eggertsson trommur, en þeir léku báðir með Billich áður eins og að framan getur. Höskuldur Þórhallsson trompet, Gunnar Egilsson klarinet og altó-saxa- fón, Axel Kristjánsson er með bassa, en hann mun leika í hljómsveitinni í nokkra mánuði í stað Einars B. Waage, sem er í Bandaríkjunum, og að lokum Björn R. Einarsson trombón. Hann er með eigin hljómsveit í Breiðfirðingabúð eins og flestir vita, en leikur með Billich þau kvöld vikunnar, sem hann er laus í Breiðfirðingabúð. Hljóðfæraskipun þessi er afar hentug fyrir litla jazzhljóm- sveit, og þegar valsar og tangóar og annað slíkt er leikið, grípur Sveinn fiðl- una og Björn harmonikuna. Að margra áliti er hljómsveit þessi, sem er stærsta hljómsveit landsins (lúðrasveitir undan- skyldar!) sú bezta. Fyrir nokkrum dögum var ég við- staddur æfingu hjá hljómsveitinni, en þær eru að jafnaði tvisvar í viku, tveir tímar hver æfing, og voru þeir að æfa nýtt lag, sem heitir „Perhaps, perhaps, perhaps". Útsetningin á laginu var eftir Billich og var inngangurinn, eða það sem hljóðfæraleikarar nefna „intró“, nokkuð erfiður. Trompetinn átti ekki gott með að fylgja saxafóninum að, en Billich lét þá fara nokkrum sinnum hægt yfir það og sönglaði lagið með og eftir skamma stund var allt orðið slétt og fágað. Lag- ið sjálft gekk þeim aftur á móti betur með, en svo var það endirinn, sem stóð í þeim. En allt er gott sem endar vel, segir máltækið og var nú tekið á öllu sem til var. Billich, sem þekktur er fyr- ir einstaka vandvirkni, lagði mikla áherzlu á að fá „crescendo ‘ (sem þýðir samkvæmt músikfræðinni — með vax- andi styrkleika —) í síðustu töktunum í endirnum jafnt og vel út hjá öllum, og þegar það loks hafði heppnast, brosti hann íbygginn og bað þá að lokum að fara yfir allt lagið. Mér líkaði mjög vel við það, og hefur útsetningin án efa átt sinn mikla þátt í því og þá ekki síður hin góða og nákvæma æfing á því. Ef þú ekki trúir mér, þá skaltu biðja Billich um að spila „Perhaps" næst þegar þú lítur inn á Borg til að fá þér „límonaði" og muntu þá sannfærast. Það tekur að jafnaði ekki nema 3—5 mínútur að leika eitt danslag, en hefur þér nokkurn tíma komið til hugar öll sú vinna og allur sá tími, og oft og tíð- um nokkrir svitadropar og blótsyrði, sem fara í það að gera þetta þriggja Billich og Jóliannes samgleðjast Sveini með nýja „Selmer“-saxafóninn hans. £axJ,UiS 11

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.