Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 6
NO BOP. Ég væri blaðinu mjög þakk- látur, ef það gæti leyst úr eftirfarandi spurningum: 1. Hverjir leika í tríói Benny Goodman á plötunum „Lady be Good“ og „Nobody’s Sweetheart” og hvenær var leikið inn á þær? 2. Hverjir eru í sextett B. G. á plötunni „Gone with what wind?“ 3. Hverjir leika með Count Basie á plötunni „St. Louis boogie“ og hvenær var það leikið inn? 4. Hvenær lék sextett Teddy Wilson inn á plötuna „If a dreams come true“ og kvintett á „Bugle call rag“? N.N. SVAR. Benny Goodman klarinet, Teddy Wilson píanó og Gene Krupa trommur. Fyrra lagið 1935 og liitt 1936. 2. Goodman, Lionel Hampton vibrafón, Count Basie píanó, Charlie Christian guitar, Niclc Fatool trommur og Artie Bernstein bassi. — 3. Á þetta elclci að vera „St. Louis Blues?“, St. Louis Boogie“ finnst eklci, en þó má vera að það sé til. Sendu olckur nafn plötufyrir- tælcisins, og þá má vera að þú fáir svarið. — 4- 1938 fyrra lagið og liið síðara 1945. LANA. Mig langar til að spyrja blað- ið, hvort það sé harpsichord með í hljómsveit Artie Shaw, þegar hann spil- ar „My blue heaven“ 1942. Það er „Artie Shaw and his gramercy five“. — Viðvíkjandi efni blaðsins vil ég bæta því við, að blaðið mætti vera stærra og fjölbreyttara, en ég býst við að það komi með tímanum. Það sem mér lík- ar sérstaklega vel eru músík-þættir í BBC, og ætti blaðið að halda áfram með þann dálk. Óli. SVAR. Já, það er liarpsichord og lék Johnny Guarnieri á það. BASS BOOGIE. Gæti blaðið gefið mér upplýsingar um hverjir leika á plötuna „Shuffle Bass Boogie“, með Charles Mingus orch., og hvenær leikið var inn á þá plötu? G. G. NVAE. Því miður vitum við litið annað um þessa plötu en það, að það var leilcið inn á hana um 1947 af negra- hljómsveit og er stjórnandi hennar bassaleikari. Hljómsveitin var aðeins sett saman til að leilca inn á nokkrat' plötur. Annars hefur Mingus leikið með lllinois Jacquet og má vera, að einhver mannanna úr hljómsveit hans hafi verið með á plötunni. 6 §azzL(afÚ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.