Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 14
II. GREIN: UNGAR BE-BOP STJÖRNUR Theodóre „Fats“ Navarro fæddist í Key West fyrir tæplega tuttugu og sex árum. Foreldrar hans og systkini höfðu mikinn áhuga fyrir tónlist og Fats fékk góða tilsögn í píanóleik frá sex ára aldri. Hann byrjaði að leika á trompet 13 ára gamall og byrjaði hann brátt að leika með hljómsveitum. Hann lék í eitt sumar á tenór-saxó- fón, meðan hann átti frí frá skólanum. Þegar hann kom til New York 1943 sáu jazz- áhugamenn, að hér var efnilegur trom- petleikari á ferðinni, og leið ekki á löngu áður en hann var farinn að leika með þekktum hljómsveitum, svo sem Lionel Hampton, Andy Kirk, Billy Eckstine og síðar minni Be-bop hljómsveitum. Fats varð í hópi fremstu Be-bop trom- petleikaranna, hinn hreini stíll hans varð til þess, að margir tóku hann fram fyrir Gillespie. Fyrir nokkrum vikum lézt Fats í New York. Banamein hans var berklar, sem höfðu þjáð hann síð- ustu tvö árin, og er mikil eftirsjá eftir Fats Navarro, einum fremsta jazzleik- ara, sem fram hefur komið síðari árin. Errol Garner píanóleikari fæddist í Pittsburgh fyrir tuttugu og níu árum. Faðir hans var píanóleikari, svo að það var engin furða, þó að Erroll byrjaði ungur að leika á hljóðfærið, og var hann aðeins 16 ára, þegar hann byrjaði með eigin hljómsveit. Hann kom til New York 1944 og lék í næturklúbbum í 52. stræti og nokkru síðar byrjaði hann með tríói Slam Stewart bassaleikara. Hann hefur síðan leikið með nokkrum öðrum litlum hljómsveitum, og í seinni tíð hefur hann verið með eigið tríó. Hann hefur mikið leikið inn á plötur, bæði með hljómsveitum og sem einleik- ari, og stíll hans, sem ef til vill er ekki Be-bop stíll, heldur annar áþekkur og mjög ,,moderne“, hefur vakið mikla eft- irtekt og aðdáun. FRAMII. á bls. 19. 14 jazMaM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.