Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 7
IIUNGRY. Getur Jazzblaðið frætt mig á því, hvort hægt sé að fá plötu- verðlista frá erlendum hljóðfæraverzl- unum senda hingað? 2. Hvað mundu þeir kosta? 3. Getur blaðið bent mér á nokkrar verzlanir, t. d. í Svíþjóð, Eng- landi og Bandaríkjunum, sem mundu geta sent umrædda lista? — Með þökk- um fyrirfram. Ól. J. Ól. SVAR. Undir flestum lcringumstæð- um á að vera liægt að fá slíka lista og oftast nær endurgjaldslaust. Reynandi er að skrifa til eftirfarandi verzlana: SKIV BÖRSEN, Kungsgatan 57, Stock- holm, Sverige; — INTERNATIONAL BOOKSHOP (Record department) 52, Charing Cross Road, London W. C. 2, England, og COLUMBIA MUSIC STORE 81 Clinton Ave. S. Rochester N. Y. — U. S. A. ANGRY. Því er verið að hafa Har- monikusíðu í Jazzblaðinu? Jú, af því að það hefur verið komizt að raun um að hægt er að leika jazz á nefnt hljóð- færi. — En hefur þetta ekki alltaf ver- ið hægt? — Ef svo er, því er þá verið að gera harmonikunni hærra undir höfði en öðrum hljóðfærum? Því þá ekki að hafa Trompetsíðu — Trommu- síðu — Píanósíðu o. s. frv.? Spurull Þvison. SVAR. Það fylgir án efa meira gam- un en alvara þessu bréfi, en öllu gamni fylgir þó nolclcur alvara, ekki satt? — Þess vegna skal skýrt út hvers vegna Harni onikusíðan er höfð í Jazzblaðinu. Það er vegna þess að harmonilcan er attt að þvi helmingi útbreiddari hér á Idndi en öll önnur hljóðfæri til samans og gerir það sitt til að anka sölu Jazz- blaðsins, að hafa þessa sérstöku síðu. LICA. Okkur langar mjög mikið til að fá upplýsingar um söngkonuna Alice Roberts, sem syngur með hljómsveit Gillespie á plötunni „He Beeped When He Should Have Bopped“. Einnig væri gaman að fá textann birtan, ef það er hægt, og eins hverjir leika í hljómsveit- inni á plötunni. H. & E. SVAR. Um Alice vitum við lítið ann- að en það, að liún söng með hljómsveit- inni um tíma 1916, og söng þá tvö lög inn á plötu. Hitt var „A Handfull of Gimrne". Hún liefur ekki sungið inn á aðrar plötur og er eiginlega alveg óþelckt söngkona. Textann er því miður ekki hægt að fá birtan fyrst um sinn. — Hljómsveitin var skipuð 17 mönnum og eru flestir þeirra óþekktir, að undan- skildum Dizzy Gillespie, Kenny Clark trommuleilcara, Ray Brown bassaleilc- ara og Jolm Lewis píanóleiJcara. Og auðvitað freistast maður til að birta dálítið lof um blaðið, er áskrifandi utan af landi lét fylgja um leið og hann sendi áskriftargjaldið: . . . .Ég vil nota tækifærið og þakka þeim, er að blaðinu standa, fyrir skemmtilegar og stórfróðlegar greinar um jazz og jazzleikara. Ég mæli fyrir munn margra, sem úti á landi búa, er ég segi, að Jazzblaðið sé eini tengilið- urinn okkar við jazzlíf og leik innan og utan lands. Og ekki er að efast um, að við kunnum að meta það verk, sem Jazzblaðið vinnur. Ég að minnsta kosti, bíð hvers heftis með mikilli eftirvænt- ingu. FRAMH. á bls. 19.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.