Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 2
LESENDUM HEILSAÐ
Enn hefja Útvarpstíðindi göngu sína í nýjum búningi og undir handlciðslu nýrra út-
gcfanda. Okkur þykir hlýða að gera nokkra grcin fyrir þeirri dirfsku okkar, að ráðast
í útgáfu blaðsins, nestaðir þeirri bjartsýni, að með okkur og ykkur, lescndur góðir, geti
tekist sú sambúð, er framtíð þess á mest undir, og cin getur tryggt Útvarpstíðindum braut-
argengi og gert þau þeim vanda vaxin ,að verða ykkur til gagns og ánægjuauka. Við mun-
um fyrst og fremst kosta kapps um, að halda þeirri st’efnu fyrirrennara okkar, að ætla
blaðinu það lilutverk að vera tengilið útvarps og útvarpshlustenda. En þessir tveir aðilar
eiga svo mikið saman að sælda, að vafalaust cr þeim báðum hagræði og öryggi að blaði
scm þessu, sem ætlað er að hafa þar nokkra milligöngu um aukinn gagnkvæman skiln-
ing. Ekki er þar með sagt, að ncin þau vandkvæði séu í sambúð útvarps og hlustenda, er
geri einskonar sáttasemjara nauðsynlegan. En eins og oft vill verða í langri sambúð, geta
ýmsar hættur steðjað að samlyndinu, þótt vandséð verði hvor aðilinn sé þar í sök. Á
slikum stundum eru Útvarpstíðindi sá sjálfsagði vettvangur til að jafna metin og treysta
samlyndið. I>au standa ykkur opin, lesendur góðir, fyrir réttláta gagnrýni og frómar
óskir á hendur útvarpinu, og þau vilja aðstoða ykkur á allan hátt í þeirri viðlcitni. En
á hamingjusömum stundum í sambúð ykkar, telja Útvarpstíðindi það eigi siður nauð-
synlegt að þið deilið með þeim ánægju ykkar, svo þau geti komið henni til réttra aðila.
Á þessu ári eru liðin fimmtán ár frá því Útvarpstíðindi byrjuðu að koma út. Á þess-
um síðustu og vcrstu tímum hefur blaðið lent í ýmsum örðugleikum, cnda hefur hin
margumtalaða dýrtíð og verðbólga ekki látið sér Útvarpstíðindi óviðkomandi, frek-
ar en aðra mannlega viðleitni. — í fyrra hóf Jón úr Vör útgáfu nýs flokks Út-
varpstíðinda, en við höfum nú keypt af honum útgáfuna, vongóðir um, að geta hafið
blaðið aftur til sinna fornu vinsælda. En til þess að slíkt megi takast, er okkur auðvitað
nauðsynlegt að þið, lcsendur góðir, leggið okkur lið, með því að kaupa blaðið og gcrast
áskrifendur þess, og síðast en ekki sízt með því, að senda okkur óskir ykkar og gagnrýni
í sambandi við blaðið sjálft, eigi síður en útvarpið.
Að sjálfsögðu munum við kynna dagskrá Ríkisútvarpsins eftir föngum, en auk þess
er það ætlun okkar að blaðið flytji allskonar greinar og fræðsluefni varðandi tónlist, bók-
menntir og leiklist. Enn fremur munum við kosta kapps um að sjá lesendum þess fyrir
scm mestu léttu skemmtiefni og spaugi, en slíkt sálarfóður teljum við að ekki megi skorta
á slíkum alvörutimum sem nú, svo að hin andlcga efnaskifting leiði ekki til óheilbrigðis.
Útvarpstíðindum er ætlað að koma út á þriggja vikna fresti (20 síður hvert blað)
nema sumarmánuðina júní og júlí, þá eitt hefti á mánuði. Auk þess mun árlcga koma
út stórt jólahefti. Verði blaðsins reynum við að stilla mjög í hóf og hafa áskriftargjald
þess kr. 40,00 á ári, er greiðist fyrir 1. maí ár hvert. í lausasölu kostar blaðið kr. 4,00. —
Og nú, lcscndur góðir, höfum við sagt ykkur það, sem okkur liggur á hjarta og vonum
að þið virðið trúnað okkar mcð því að ganga í lið með Útvarpstíðindum.
Með kærri kveðju.
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON JÓHANNES GUÐFINNSSON
ÚTVARPSXÍÐINDI — útvarps- og skemmtiblað. Flytur auk dagskrárkynningar
allskonar efni til skemmtunar og fróðleiks. — Ritstjórar: Guðm. Sigurðsson, Sig-
túni 35, sími 5676 og Jóhannes Guðfinnsson, Laugaveg 46, sími 1259. — Afgreiðsla:
Sigtúni 35, sími 5676. — Áskriftarverð kr. 40,00. Lausasöluverð kr. 4,00 eintakið. —
Prentað í Prentfelli h.f., Hörpugötu 14, sími 6936. — Utanáskrift: Útvarpstíðindi,
Pósthólf 121, Reykjavík.
Í--------------------7----—------------------------------------------------------------Í
2
ÚTVARPSTÍÐINDl