Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 14
Joliann Sebastian Bach — Líf hans, list og listaverk — Alþýðleg tónfræðsla hefur allajafna gefizt vel í útvarpinu, og má segja, að hún hafi vart verið stunduð sem skyldi, einkum hin síðustu ár. í vetur hefur þó aftur brugðið til hins betra í þessu efni, þar eð Páll ísólfsson hefur flutt þrjú forláta erindi um gamla tónsnillinga og kynnt orgelverk eftir þá. Þeir þrír, Pa- chelbel, Sweelinck og Frescobaldi, voru allir merkir og mikilsmetnir menn síns tíma, og list þeirra á enn í dag fullt er- indi til almennings. En þeir voru þeim örlögum seldir að verða fyrirrennarar hins mikla tónmeistara, Johanns Se- bastian Bachs, og því hafa þeir óneitan- lega horfið nokkuð í skuggann. Nú er Páll ísólfsson nýfarinn til Lundúna, og í þeirri ferð leikur hann nokkur fegurstu orgelverk Bachs inn á hljómplötur hjá „His Master’s Voice“, en sem kunnugt er nýtur Páll virðingar ÁRNI KRISTJÁNSSON píanóleikari. JOHANN SEBASTIAN BACH sem einn í tölu færustu Bach-túlkenda heimsins. Það verður því lát á fræðslu- þáttum hans í útvarpinu, en í hans stað tekur nú við Árni Kristjánsson píanó- leikari og ætlar að kynna hlustendum æviferil og list Bachs. Árni hefur íslenzkað ævisögu Bachs eftir Johann Nikolaus Forkel, og er það fyrsta bókin, sem rituð var um tón- skáldið. Forkel fæddist árið fyrir dauða Bachs, eða 1749. Hann var meðal merk- ustu tónlistarfræðinga síns tíma og ruddi þeim fræðum braut í Þýzkalandi með tónlistarsögu sinni, „Allgemeine Gesichte der Musik“, sem er gagnmerkt rit. Ritverk Forkels um Bach endurvakti mjög áhuga manna á tónlist Bachs, en þsgar það kom út, höfðu aðrar nýrri stefnur þokað henni nokkuð til hliðar. 14 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.