Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 11
FINGRAFÖRIN í því friðsæla og fagra þorpi á Austfjörðum er Fáskrúðsfjörður nefnist, vöknuðu íbúarnir einn hráslagalegan skammdegismorgun í vet- ur til þeirra tíðinda ,að um nóttina hefði verið brotist inn í kaupfélagsbúð plássins og hefði sá næturgestur samvinnuhreyfingarinnar á ís- landi er þar var að verki tekið ófrjálsri hendi úr téðri búð sætindi er námu að verðmæti um það bil 3000 kr. Eftir nokkra réttarrannsókn er yfirvöld staðarins framkvæmdu, án þess að hinn brotlegi sælkeri gengi réttvísinni á hönd, var gripið til þess ráðs, að fá austur þangað frægan leynilögreglumann að sunnan. Sá brá skjótt við og hraðaði för sinni austur, eftir því, sem erfiðar samgöngur leyfðu. Hinn reykvíski Sherlock Holmes náði (að hans sögn) strax á- gætum fingraförum á innbrotsstaðnum, en tók síðan fingraför allra verkfærra manna þar í þorpinu, en síðan mátti ætla, að sá seki væri kominn í þá sjálfheldu, er ekki brysti. En þar sem tæknideild lögreglunnar á Aust- urlandi mun standa tæknideild Reykjavíkurlög- reglunnar langt að baki í tækni, fór leynilög- reglumaðurinn með fingraför Fáskrúðsfirðinga (og sín eigin auðvitað líka) suður, og skyldi þar unnið að lausn hinnar leyndardómsfullu gátu um ástríðu innbrjótandans í sælgæti, sem braust út með því að brjótast inn til að leita henni fullnægju (nfl. ástríðunni). Að þessari rannsókn lokinni ,kom í ljós, að enginn verkfær karlmaður á Fáskrúðsfirði hafði rjálað við rúður Kaupfélagsins hina örlagaríku nótt. Til að fullkomna allt öryggi, var þó nið- urstaða tæknideildar Reykjavíkurlögreglunnar send Scotland Yard, sem stendur enn hærra að ÚTVARPSTÍÐINDI tækni, enda þótt niðurstaða þeirrar stofnunar breytti engu um mannorð karlmanna á Fá- skrúðsfirði. En leynilögreglumaðurinn, sem enn sem kom- ið er, er söguhetja þessarar fyrstu sakamála- sögu Útvarpstíðinda, aflaði sér fleiri gagna aust- ur þar, en hann lét uppi í fyrstu, nefnilega þeim, að á innbrotsstaðnum hefðu fundist fingraför tveggja einstaklinga og hefðu önnur verið eftir kvenmann, þó ekki hefði hann horfið þá strax að því ráði, að taka á þrykk fingraför alls hins veikara kyns í hinu fáskrúðuga plássi. Mun það hugþekka verkefni nú bíða leynilögreglumanns- ins, söguhetju vorrar og verður það vonandi ekki dregið á langinn, því vafalaust brenna hin- ir frómu karlmenn á Fáskrúðsfirði í skinninu eftir svari við þeirri spurningu, sem þar hlýtur að vera efst á baugi: Hver var sá kvenmaður, er var í fylgd með aðkomumanni umrædda nótt? Og nægðu henni ekki minni góðgerðir af sinum kavaléra en sælgæti upp á 3000 kr.? Og það fer eftir kænsku söguhetju vorrar, leynilögreglumannsins, hvort lesendur vorir eiga kost á framhaldi þessarar sögu. 11

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.