Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 12
Hvað er í Eins og lesendur sjá, er kynning dagskrár útvarpsins með öðrum og ófullkomnari hætti en verið hefir, og réðu þar um ýmsar orsakir, sem ollu því, að ókleift reyndist að hafa hana itarlegri að þessu sinni. En það skal þegar tek- ið fram, að framvegis er ætlazt til, að hún verði með svipuðum hætti og undanfarin ár. Á hinn bóginn kann það mjög að orka tvímælis, hvort ástæða sé til, að dagskrárkynning sé mjög ná- kvæm, heldur, að hún t. d. tilgreini aðeins það athyglisverðasta til skemmtunar og fróðleiks af væntanlegu útvarpsefni. — Útvarpstíðindum er mjög hugleikið að kynnast skoðunum les- enda sinna á þessu atriði, og telja sér bæði ljúft og skylt að koma til móts við óskir þeirra, svo sem í þeirra valdi stendur. Erindaflutningur á næstunni. Erindi dr. Alexanders Jóhannessonar háskóla- rektors: Rannsóknir mínar um uppruna tungumála; fyrra erindi sunnud. 1. marz; síðara erindi sunriud. 8. marz. Erindi séra Péturs Magnússonar í Vallanesi: Guð og annað líf. í vikunni 8.—14. marz. Tvö ferðaerindi Jóhanns Hannessonar kristni- boða (frá ferðalagi hans hingað heim haust- ið 1952). Sennilega vikurnar 8.—21. marz. Erindi Guttorms Pálssonar skógarvarðar: Brot úr sögu barrtrjánna á Hallormsstað. Senni- lega vikuna 8.—14. marz. Eggert Guðmundsson listmálari flytur erindi um frumbyggja Ástralíu og náttúru landsins. Sennilega vikuna 15.—21. marz. Stefán Hannesson, kennari í Litla-Hvammi, flytur hugleiðingu: Fara börnin versnandi? Sennilega vikuna 22.—28. marz. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur flytur tvö erindi: Úr Lóni og Hornafirði. Sennilega vikurnar 15.—28. marz. Filippía Kristjánsdóttir, rithöfundur, flytur er- indi: Á víð og dreif. Sennilega vikuna 8.— 14. marz. útvarpinu? Sigurbjörn Einarsson prófessor flytur tvö há- degiserindi á sunnud.: Uppruni trúarbragða. Sennilega 15. og 22. marz. KVÖLDVÖKUEFNI: Henðrik Ottósson, fréttamaður, flytur erindi: Fall Miklagarðs 1453. Sennilega 13. marz. Frú Margrét Jónsdóttir flytur gamlar frásagnir: Um drauma. Sennilega 13. marz. Pétur Sigurðsson, háskólaritari, flytur frásögu- þátt. Sennilega 13. marz. Merkir tónleikar, sem útvarpað verður á næstunim FIMMTUDAGINN 5. MARZ: Hinir vikulegu sinfóníutónleikar af hljóm- plötum: Fiðlukonsert Op 33, eftir Karl Niel- sen. Emil Telmany og Konunglega hljóm- sveitin í Kaupmannahöfn leika. Stjórnandi Egisto Tango. „Dögun“ og „Rínarferð" Sigfrieds úr. óp. Ragnarök eftir Wagner. Philharmoniska hljómsveitin í New York leikur. Toscanini stjórar. SUNNUDAGINN 8. MARZ: Septett op. 20 eftir Beethoven. Þetta verk, sem er meðal vinsælustu kammertónverka, sem samin hafa verið, var leikið á plötur fyrir Ríkisútvarpið af þeim Agli Jónssyni (klarinett), Hans Ploder (fagott), Herbert Hriberschek (horn), Birni Ólafssyni (fiðla), Jóni Sen (viola), Einari Vigfússyni (cello) og Einari B. Waage (kontrabassi). Verk þetta var leikið á kammertónleikum Tón- listarfélagsins í vetur; en þeir vöktu mikla hrifningu. MÁNUDAGINN 9. MARZ: Einsöngur: Einar Sturluson, óperusöngvarif Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. ÞRIÐJUDAGINN 10. MARZ: Undir ljúfum lögum; hinn vikulegi þáttur Carls Billich. Kynnir: Jón Múli. ( 12 ÚT V ARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.