Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 10
LJÓÐ OG LÉTT HJAL HLÍÐAR-JÓNS RÍMUR Steinn Steinarr skáld orti fyrir allmörgum árum drög að rímum, um Jón frá Hlíð. Jón var manna skemmtilegastur og skáld gott, og lenti £ mörgum ævintýrum á hrakningasamri ævi — en það er önnur saga. Lítið hefir Steinn haldið rímum þessum á lofti, þó margt úr þeim hafi borist að eyrum ljóðnæmra manna og þannig varðveitzt. Svo vel eru rímur þessar kveðnar, að forráðamönnum Rímnafélagsins er hér með á það bent, hvort höfundur þeirra væri ekki þess maklegur að verða útnefndur heiðursfélagi þess ágæta félags. Það skal tekið fram, að Steinn dvelur erlend- is um þessar mundir og er þessi mansöngur úr einni rimunni birtur með Bessaleyfi: Bragarföngin burtu sett, botn í söng minn sleginn. Situr löngum sorgum mett, sál mín öngu fegin. Víst þótt bágt sé viðhorf mitt og veröld fátt mér gefi, ei skal þrátta um það né hitt, þig ég átta hefi. Brautargengi brestur mig, bót ég enga þekki, ó, hve lengi þráði ég þig, þó ég fengi ekki. Lífs um angurs víðan vang, víst ég ganginn herði. Eikin spanga í þitt fang, oft mig langa gerði. Fýkur ofan fjúk og snær, flest vill dofa Ijá mér, myrk er stofan, mannlaus bær, má ég sofa hjá þér. JÁTNING heitir nýjasta dægurlagið hans Sigfúsar Hall- dórssonar og hefir það þegar náð miklum vin- sældum. í óskalagaþættinum er það iðulega flutt í meðferð Smárakvartettsins og Ingibjarg- ar Þorbergs. Sigfús á orðið stóran hóp aðdáenda meðal unga fólksins og þeirra, sem hafa gaman af dægurlögum, enda er hann vafalaust snjall- astur dægurlagahöfunda okkar. — Hér birtist textinn við þetta lag og mun Tómas Guðmunds- son eiga þar hlut að máli, enda sýnilegt, að enginn hinna smærri spámanna hefir þar um fjallað: Enn birtist mér í draumi, sem dýrðlegt ævintýr, hver dagur sem ég lifði í návist þinni, svo morgunbjört og fögur í mínum huga býr, hver minning um vor sumarstuttu kynni. Og ástarljóð til þín, verður ævikveðjan mín, er innan stundar lýk ég göngu minni. Enn birtist mér í draumi, sem dýrðlegt ævintýr, hver dagur sem ég lifði í návist þinni. Til eru þrjár aðferðir að slá botninn í mal- anda undir borðum: l.Spurðu frúna til hægri handar þér, hvort hún eigi nokkur börn. Ef hún svarar neitandi; spurðu hana hvernig hún fari að þvi. 2. Spurðu konuna til vinstri við þig, hvort hún sé gift. Svari hún neitandi, spurðu hana hvað hún eigi mörg börn. 3. Spurðu frúna andspænis þér, hvort hún eigi börn. Játi hún því, spurðu hana hvort hún sé gift. 10 ÚTV ARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.