Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Blaðsíða 15
Síðan hefur hróður Bachs aldrei dvínað og lengstum verið sívaxandi, enda er hann viðurkenndur sem mesta tónskáld lútersku kirkjunnar og e. t. v. mesta tónskáld allra tíma. Hann hefur verið kallaður fimmti guðspjallamaðurinn, og um hann sagði Schumann þetta: „Tónlistin á honum jafn mikið að þakka og trúarbrögðin meisturum sínum.“ Hlustendum verður efalaust mikill fengur að ævisögu Bachs í þýðingu Árna Kristjánssonar, sem er hinn ágætasti fyrirlesari. Hann flytur söguna nokkuð stytta á 5—6 kvöldstundum og velur þá jafnframt til flutnings tónverk eftir Bach. fyrsti kaflinn verður á dagskrá þriðjudaginn 10. marz. DAGSKRÁRNÝUNGAR Maðurinn í brúnu fötunum hefur nú sagt skilið við útvarpshlustendur, eftir langa og við- burðaríka samveru. Ekki mun enn þá fylli- lega ákveðið, hvað tekur við; en þó munu hlustendur væntanlega fá nokkra hvíld frá „spennandi" útvarpssögum. Er í ráði að á næst- unni hefjist nýr flokkur, að loknum lestri kvöldfrétta, og þá sennilega lestur fornrita og valdir minningaþættir. Enn fremur er í ráði, að á næstunni hefjist nýr þáttur kl. 7, er nefnist Merkir samtíðarmenn. Verða þá fluttir stuttir æviþættir ýmissa þeirra manna, er mjög hafa komið við sögu. Því miður er enn allt í deigl- unni um þessar dagskrárnýjungar; en vonandi geta Útvarpstíðindi kynnt þær nánar í næsta hefti. Seint mun linna lofi og prís um útvarpið fyr- ir að láta ræður hefjast réttstundis, og þá ekki síður fyrir að lúka þeim samkvæmt áætlun! Slík dáð verður ekki drýgð nema einu sinni á hnattævi. ♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Ríldsútvarpið Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hvers konar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. Aðalskrifstofa útvarpsins annast um af- greiðslu, fjárhald, útborganir, samninga- gerðir o. s. frv. Útvarpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðdegis. Sími skrif- stofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. Innheimtu afnotagjalda annast sérstök skrifstofa. Sími 4998. Útvarpsráðið (Dagskrárstjórnin) hefur yfirstjórn hinnar menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrifstofag er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síð- degis. Sími 4991. Fréttastofan annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstað landsins. Sími fréttastofu: 4994. Sími fréttastjóra: 4845. Auglýsingar. Útvarpið flytur auglýsing- ar og tilkynningar til landsmanna með skjótum, áhrifaríkum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar á- hrifamestar allra auglýsinga. — Auglýs- ingasími 1095. Verkfræðingur útvarpsins hefur dag- lega umsjón með útvarpsstöðinni, magn- arasal og viðgerðastofu. Sími verkfræð- ings er 4992. Viðgerðarstofan annast um hvers konar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og við- gerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. Takmarkið er: Útvarp inn á hvert heim- ili! Allir landsmenn þurfa að eiga kost á því að hlusta á æðaslög þjóðlífsins; hjartaslög heimsins. Ríkisútvarpið. ÚTVARPSTÍÐINDI 15

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.