Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Page 8

Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Page 8
176 - ÚTVARPSTÍÐINDI 72. Elds við glæður auðlegcSar oft í næSi hlýnum. Breytir hæðin hagsældar hugarþræði mínum. 73. Oft hefir hrest um æfimið að eiga nesti í tösku. Því er bezt að búa við bara hest og flösku. 74. Yfir misjafnt leið mín lá lífsins vegi að kanna. Ég hef treyst um of samt á efndir sumra manna. 75. Gegnum tímans tárajoss til er sitt hver máti mitt í glöðum kærleiks koss kemur sorg með gráti. 76. Uni ég mér við fríðan foss fjærri skák og máti ef ég næði í kvenmanns koss kæmist ég hjá gráti. 77. í heiminum er falskur foss fellur skák í máti mörgum bíður kæran koss sem kulnar út með gráti. 78. í helvíti er funafoss að forðast stríð er máti, þar er sagður kvala koss og kveinstafir með gráti. 79. Hinumegin finn ég foss sem frelsar alla máti, miskunsamur kærleiks koss keypti mig frá gráti. 80. Harður bylur bátinn sló, brast í kyli og reiða. Öldufylið öslar þó, unnar hylinn breiða. 81. Oft ég þrái þig að sjá, þoku skárum varinn. Tindur hái Esju á ösku grár og barinn. Ný bók frá M. F. A. MEINLEG ÖRLÖG eftir Sommerseth Maugham er komin í bókabúðir og til umboðsmanna M. F. A. Félagsmenn í Reykjavík vitji bókarinnar í Bóka- verzlun Braga Brynjólfs- sonar, Hafnarstræti.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.