Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Qupperneq 24

Útvarpstíðindi - 27.08.1945, Qupperneq 24
192 ÚTVARPSTÍÐINDI Nýjar bækur, Síðustu dagana hafa eftirtaldar bækur komið í bókaverzlanir: 1. island í myndum, endurprentun síðustu útgáfu. Það er öllum kunnugt, og ekki sízt íslenzkum kaupsýslumönnum, að þessi bók hefir á undan- förnum árum verið bezti landkynnirinn, sem ísland hefir haft á að skipa, og hefir gert Islendingum ómetanlegt gagn. Upplag bókarinnar er, vegna pappírseklu, mjög lítið að þessu sinni. 2. Lífsgleöi njóllu. Eftir Sigrid Boo. Bækur Sigríðar Boo (svo sem „Við, sem vinnum eldhússtörfin“, „Allir hugsa um sig“ o. fl.), eru orðnar svo kunnar hér á landi, að ekki þarf að mæla sérstaklega með þessum höfundi. En hitt er flestra dómur, að bókin „Lífsgleði njóttu“ sé ein af beztu bókum hennar, og þýðing Axels Guðmundss. er afburða góð, 3. Kimnisögur. Þorlákur Einarsson frá Borg á Mýrum safnaði og tók sam- an. Þorlákur og faðir hans, séra Einar á Borg, voru áður þjóðkunnir fyrir skemmtilega frásögn og ótæmandi birgðir skemmtilegra sagna. Ilér kemur í dagsljósið fyrsta hefti Kímnisagna, sem mun verða lesið með óblandinni ánægju um land allt. 4. Kennslubók i sœnsku, önnur útgáfa kennslubókar þeirra Péturs G. Guðmundssonar og Gunnar Leijström. En þessa útgáfu hjó Jón Magnús- son fil. cand. undir prentun. 5. Iijarlarfótur. Indíánasaga eftir Edward S. Ellis, en hann og Cooper eru taldir slyngustu höfundar Indíánasagna nú á tímum. 6. Meöal Indíána. Spennandi saga eftir Falk Ytter. Sá, sem byrjar að lesa þessar bækur, leggur þær ógjarna frá sér, fyrr en hann hefir lokið hókinni. 7. Dragonwyck, eftir Anya Seton. Þessi saga og 8. i leil aö lífshamingju, eftir. W. Sommerseth Maugham, birtust neðan- máls í Morgunblaðinu, en mikill fjöldi kaupenda blaðsins óskaði þess, að þær væru sérprentaðar, enda er hvort tveggja ágætar bækur. 9. Grœnmeti og ber, fjórða útgáfa, eftir Helgu Sigurðardóttur, forstöðu- konu Húsmæðrakennaraskóla íslands, er nú komin í bókaverzlanir. Bókin hefir verið uppseld um tíma, en hana þarf hver húsmóðir að eiga 10. Lísa í undralandi. Eftir Lewis Carrol. Prentuð með stóru og fallegu letri og prýdd fjölda mynda. Bókin er prentuð 1937, en dálítið af upplaginu var geymt óbundið, og því er bókin nú svo ódýr, að þótt hún sé 200 blaðsíður, prentuð á fallegan pappír og í laglegu bandi, kostar hún aðeins 10 krónur. Lísa í undralandi er barnabók, sem prentuð hefir verið oftar og ef til vill fleiri eintök, en af nokkurri annarri barnabók í enskumælandi löndum. Fást hjá bóksölum um allt land. Bókaverzlun Isafoldarprenlsmiöju.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.