Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Page 5

Útvarpstíðindi - 17.05.1948, Page 5
ÖTVARPSTÍÐINDI 197 Marconi- félagið aðstoðar við endur- bætur útvarpsstöðvarinnar Utvarpsstjóri leitar tilboða um gerð grammófónplatr a úr varanlegu efni ÚTVARPSSTJÓRl, Jónas Þor- bergsson, kom um síðustu mánaða- mót heim úr utanför, og voru megin erindi hans tvö. Annað, að leita að- stoðar Marconi-félagsins í London varðandi athugun á útvarpsstöðinni og nauðsynlegrar viðgerðar á henni, og hitt, að leita samninga um gerð varanlegra grammófónplatna fyrir Ríkisútvarpið og Þjóðminjasafnið. Endurnýjun sendistöðvarinnar og 20 kiv. varastöð nauðsynleg. Útvarpstíðindi sneru sér til Jónas- ar Þorbergssonar, útvarpsstjóra, skömmu eftir að hann kom úr utan- förinni, og spurðust fyrir um árang- urinn af för hans, og sagðist honum meðal annars svo frá, að viðræður sínar við Marconi-félagið í London hefðu leitt til þess, að hingað væri kominn verkfræðingur frá félaginu, Corbertt að nafni, og hefur hann nú um skeið unnið að athugun útvarps- stöðvarinnar. — Að rannsókn sinni lokinni mun verkfræðingurinn gefa Ríkisútvarpinu skýrslu um ástand stöðvarinnar, og félagi sínu tillögur. „Mér er kunnugt um“, sagði út- varpsstjóri, „að verkfræðingurinn lítur svo á, að ótti forráðamanna út- varpsins um hugsanlega stöðvun vegna bilunar, hafi ekki verið á- stæðulaus. Hann lítur svo á, að nauð- syn beri til að endurnýja að mjög miklu leyti elzta hluta sendistöðvar- m Jónas Þorbergsson. innar, og setja upp varastöð, sem myndi verða með allt að 20 kw. sendi- orku. Ennfremur álítur verkfræðing- urinn, að þurfi að endurnýja á var- anlegan hátt allt kælikerfi stöðvar- innar. Þá hefur verkfræðingurinn unnið að og leiðbeint um bráðabirgðavið- gerð, með því, að gera má ráð fyrir, að alllangur tími líði, þar til unnt verður að koma upp varastöðinni". U'pgtaka á varanlegar plötur. Hitt aðalerindi útvarpsstjóra var, eins og áður segir, að leitast við að ná hagkvæmum samningum, sérstak- lega í Englandi, um gerð varanlegra

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.